Notagildisúttekt klósetta í DSB-IC3 lestargerðum

Posted by jonas on February 17th, 2009 filed in
Comment now »

Nýlega rakti góðvinur Nasaweb Finnur.com í ýtarlegu máli sögu sem tengist flækjustigi salerna í dönsku DSB-IC3 lestunum.

Þar sem ég er mikill áhugamaður um notagildi (usability) hluta og ferðaðist þar að auki með þessum lestum daglega um margra ára skeið þá minntist ég þess að það hafði jú vakið athygli mína ótrúlega hátt flækjustig klósetta dönsku DSB-IC3 lestargerðanna.

Aðkoman að þessum klósettum er margslungin. Utan frá eru þau svo sem nógu sakleysisleg (ekki ósvipað þessu hér) en um leið og inn er komið má sjá þar er ekki tjaldað til brúks fyrir óvana leikmenn.

Mynd 1: Fjölþrepa læsing
Mynd 1:  Fjölþrepa læsing
Spurninging sem þetta viðmót varpar fram er vitanlega: Hvaða takka skal ýta á til að læsa og í hvaða röð? Það er greinilega ekki nóg að ýta á einn hnapp heldur þarf að eiga sér stað ákveðin samsetning aðgerða sem enda með rauðu ljósi ef þú ert heppinn. Það er þó auðvelt að halda að klósetteiningin sé rammgerlega læst þegar það blikkar grænt en þar veður notandinn í villu og svima.

Þegar komið er inn á salernið og farið að brúka sjálfa skálina tekur ekki betra við, sbr. mynd 2.

Mynd 2: Takkaborð salernis
Mynd 2: Fjölþreifið takkaborð salernis

Það er greinilegt á þessari mynd að stjórnborð þessa salernis er allt of flókið fyrir venjulegan notanda. Hvor takkinn sturtar niður og hvor er neyðarhnappurinn?

Þegar kemur að því að þvo hendur tekur við önnur áskorun. Hvort er það svarti takkinn uppi eða rauði n iðri sem skrúfar frá? Eða stoppar kannsi lestin?

Mynd 3: Takkaborð handþvottarskálar
Mynd 3: Takkaborð handþvottarskálar

Þetta er allt mjög margslungið og gott dæmi um hönnun þar sem farið hefur fram af meira kappi en forsjá og notagildinu þannig fórnað fyrir fjölda fídusa salernisklefans.


eftirmáli:
það er gaman frá að segja að eftir að þessar myndir fóru upp á Flickr síðu mína varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið að setja myndirnar mínar á vef áhugamanna um klósett í farþegarlestum (passenger train toilets group) og er efalaust einstakt fyrir Íslending að vera í þessum hópi.


Stock Market, Set to Music with Microsoft Songsmith

Posted by jonas on February 17th, 2009 filed in
Comment now »

Svona hljómar alþjóðakreppan í útsetningu galdratólsins Songsmith.


Alvöru karlmenn

Posted by jonas on January 27th, 2009 filed in
Comment now »

Alvöru saga af Saymour Cray sem hafði séð það svartara en kaffi:

Some people who grew up in the Real Programmer culture remained active into the 1990s. Seymour Cray, designer of the Cray line of supercomputers, was among the greatest. He is said to have once toggled an entire operating system of his design into a computer of his own design through its front-panel switches. In octal. Without an error.

The Cathederal & The Bazaar


Microsoft Songsmith

Posted by jonas on January 27th, 2009 filed in
Comment now »

Þegar ég var hjá Microsoft lenti ég í þeirri ógæfu að kerfið sem ég vann á í næstum 3 ár var slegið af. Í kjölfarið fylgdi niðurdregið tímabil þar sem maður sá ekki alveg tilgang í því að halda áfram á þessari braut. Á þeim tíma skoðaði ég mikið af opnum stöðum hjá Microsoft og var lengi að spá í að sækja um stöðu hjá hópi sem var að búa til nýtt byltingarkennt forrit sem átti að gera leikmönnum kleyft að búa til , vinna með og endurvinna tónlist á nýjan hátt.

Á endanum valdi ég þó eitthvað allt annað.

Núna er þetta forrit komið á markað: Microsoft Songsmith.

Og útkoman talar sínu máli, algjörlega byltingarkennt dæmi:


1 er allt

Posted by jonas on July 18th, 2008 filed in
4 Comments »

Leitin að guði hefur borið árangur. Guð er 1!

Undanfarið hef ég varið töluverðum tíma í að reyna að skilgreina alheimsfyrirbærið og nú hefur leitin endað í 1.

Það þýðir ekki að 0 sé djöfullinn. 0 er bara núll, þ.e. ekki 1.

Öll önnur hugmyndafræðileg fyrirbæri eru þar af leiðandi bara 1 séð í gegnum filter.

T.d. er 23 bara 1 í gegnum filterinn 23.

Með þetta í huga hef ég útfært mjög einföld trúarbrögð byggð á hugmyndinn um 1.

* 1 er allt og allt er 1.
* 0 er ekkert. 0 er ekki illt. 0 er bara ekki 1.
* Allt annað en 0 er bara afbrigði af 1.
* Leiðin að því að fylla líf sitt þessari trú er að hugleiða á hverjum morgni og á hverju kvöldi að 1 er nóg. 1 laufblað í skóginum er nóg, 1 líf, 1 maki, 1 bíll, o.s.frv. Hvað sem þú hefur núna er nóg því það er 1 eða afbrigði af 1. Það sem þú hefur ekki er líka gott því það er þá væntanlega 0. 0 er ekki slæmt heldur bara ekki 1.

Hérna hef ég lagt fyrstu drög að skilgreiningu trúar framtíðarinnar. Ég mæli með því að lesa skilgreininguna að ofan þangað til þú upplifir að 1 er nóg. Þá ertu á réttri leið.

Hér á eftir legg ég þessa hugmynd upp sem forritunarkóða til útskýringar.

#1 C++ kóði sem útfærir hugmyndina um mannlega tilvist án 1:
—————————-
int i = 1;
while(true)
{
   ThinkSomething();
   if(i++ % 100000 == 0)
   {
      DoSomething();
   }
}

—————————-

#2 C++ kóðadæmi um heimsmynd byggða á hugmyndinn um 1:

—————————-
1;
—————————-


Blekking aldarinnar – staðfest

Posted by jonas on April 14th, 2008 filed in
Comment now »

Þessi eini eða tveir sem hafa fylgst með nasaweb muna kannski eftir færslunni frá 2004 um að frjáls vilji séblekkingin sem gerir okkur óhamingjusöm.

Nú get ég glatt ykkur með því að þetta hefur verið staðfest með heilaskönnum:

Brain Scanners Can See Your Decisions Before You Make Them

Nasaweb … fyrstur með fréttirnar


Bókaneysla og heimildarmynd

Posted by jonas on January 23rd, 2008 filed in
3 Comments »

Mig hefur lengi langað að skrásetja áhugaverðar myndir og bækur sem ég er að rekast á. Þessi færsla verður vonandi sú fyrsta af einhverjum fleirum. Þar sem ég elska að lesa bækur og horfa á heimildarmyndir ætti að vera af nógu að taka.

Ég horfði á frábæra heimildarmynd í gær: No End In Sight. Virkilega góð úttekt á ömurlegri aðkomu Bush og félaga að Írak. Aldrei, aldrei nokkurntíma hefði ég trúað því að hægt væri að reka land og stríðsrekstur af slíkri óendanlegri vanhæfni, hvað þá öflugasta ríki jarðkúlunnar að ráðast inn í menningarlega púðurtunnu miðausturlanda.

Þessi mynd minnti mig líka á það hvað angrar mig alltaf við myndir Michael Moore. Hugmyndin að áróður og lygar séu eina ráðið gegn áróðri og lygum stenst engan veginn nánari skoðun. Sanleikurinn sigrar alltaf svo lengi sem einhver þorir að segja hann. Lygar núllast út á endanum.

Síðustu daga hef ég lesið Chronicles, sjálfsævisögu Bob Dylan. Það er vissulega frábært að fá að kynnast svona heiðarlegum og einlægum Dylan. Margt sem hann er að segja um lagasmíðar og textagerð er afar áhugavert þó maður hafi á tilfinningunni að hann hafi ekki viljað tala of skýrt, ekki gefa trixin sín of auðveldlega. Það er líka virkilega gaman að heyra hans hlið á hvað það geta verið hræðileg örlög að festast inn í heimi glansmyndar sem aðrir hafa búið til. Í gegnum bókina skín sterkt hvað allar viðurkenningar mannana eru inntamómar á endanum. Meira að segja þegar hann er sæmdur heiðursdoktorsnafnbót bíður twist sem opinberar glingrið.

Fleiri góðar bækur sem hvíla á náttborðinu mín og ég hef lesið síðustu vikur eru:

Surely You’re Joking, Mr. Feynman!
What Do You Care What Other People Think?

Richard Feynman var ótrúlega afkastamikill vísindamaður og hugsuður. Sögur hans af lífinu og uppákomum hans í samskiptum við annað fólk er gjarnan kostulegar og oft innblásandi lestur. Frásögn hans af því hvenrig var að taka þátt í rannsóknarnefnd Challanger slysins og hvernig stjórn Nasa hafði búið til kostulegar skilgreiningar á tölfræðilegu öryggi ferjunnar er líka ógleymanleg.

Impro: Improvisation and the Theatre

Impro ku vera biblía leiklistarbransans og ég er ekki frá því að þetta sé ein af þessum bókum sem eigi eftir að hafa mjög mikil áhrif á viðhorf mín til sköpunar yfirleitt. Kaflinn um stöðugildi fólks (status) er dýrmæt lexia fyrir öll samskipti. Pælingar um grímur í leiklist og shamanisma ekki síðri. Virkilega dýrmæt bók.

Í desember uppgvötvaði ég líka verk Indverska heimspekingsins Sri Aurobindo. Ég held að ég hafi lesi hverja blaðsíðu bókarinnar 2-3 sinnum til að vera viss um að drekka í mig alla spekina sem er háþróuð og heillandi í senn. Aurobindo var sjaldgæf blanda vestræns intellektualista (menntaður og uppalin í Bretlandi) og austræns spekings. T.d. er ég mjög sammála Aurobindo þegar hann rekur hvernig sálgreining að hætti Freud getur aldrei komist til botns í sál mannanna heldur eingöngu kortlagt gárurnar á yfirborði hugans. Aurobindo meinar líka að hugsanir okkar séu ekki komnar frá heilanum heldur berist okkur utan að og heilinn sé eingöngu filter og flokkunartæki. Leið okkar til að sannleikanum felst því í að hugsa ekkert. Kyrr hugur er vegvísir okkar að sannleikanum og því er hugleiðsla farartækið. Eftir að hafa lesið Aurobindo hef ég ítrekað reynt að hætta að hugsa en ekki ennþá náð tökum á því.

Í desember hlustaði ég líka á Eckhart Tolle bókina A New Earth. Tolle höfðar mjög sterkt til mín. Sú heimsmynd sem hann byggir upp og hvernig hann skilgreinir hugann sem víglinu þar sem egóið og sálin takast á höfðar sterkt til minnar eigin reynslu og uplifunnar. Ég mæli með þessari bók sem hljóðbók í alla iPoda.

Svo las ég söguna af Pí og varð fyrir vonbrigðum. Ekkert um töluna Pí eins og ég hafði vonað heldur bara einhver örlagasaga með twisti í endann. Þá mæli ég margfalt frekar með Contact (e. Carl Sagan)
.


Crash!

Posted by jonas on January 23rd, 2008 filed in
Comment now »

Fyrir þau okkar sem eiga fasteign og kannski nokkur hlutabréf eru frekar ógnvekjandi framtíðarhorfurnar 2008. Eftir að hafa skoðað rök þeirra sem telja að risakreppa sé í vændum og síðan hinna bjartsýnu verð ég því miður að álykta að kreppan sé raunhæfari kostur.

Ég rakst á ágæta framtíðarspá James Howards Kunstler nokkurs í gær þar sem hann er frekar svartsýnn á framtíðarhorfur á fjármála og fasteignamarkaði komandi tíma. Ein af ályktunum hans er sú að það muni fara mjög hratt úr tísku að nýríkir berist á ríkidæmi sínu. Það verður gaman að sjá hvort sú þróun muni ná á skerið okkar góða eða hvort blöð og tímarit verði áfram hlaðin auglýsingum af afrekum nýríkra og veraldlegu glingri þeirra.

Jim Kunstler’s Forecast 2008:

2008 will be the year that celebrity wealth goes into hiding. A land full of people crying into their foreclosure notices will take a dim view of the Donald Trumps and P. Diddys luxuriating out there and may come looking for scalps — though in the case of Mr. Trump they’ll be sorry they woke up the wolverine that lives on his head. Basically, though, I’m not kidding. Conspicuous displays of wealth will be so “out” that Mr. Diddy might take to club-hopping in a 1999 Mazda. Lindsay Lohan and Paris Hilton may have to double-up living in a minuteman missile silo to keep the angry mobs of fans-turned-vengeful-berserkers away.


Music for one apartment and six drummers

Posted by jonas on December 7th, 2007 filed in
2 Comments »


Ted Talk: Hans Rosling – The impossible is possible

Posted by jonas on October 24th, 2007 filed in ,
Comment now »

Hans Rosling er frábær fyrirlesari og sverðagleypir.


Fletta í efni
Page 1 of 1012345...10...Last »

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us