Allt er eitt

Posted by jonas on February 15th, 2007 filed in

Ég hef verið að spá í lífinu undanfarið og komist að eftirfarandi niðurstöðum.

  1. Tími er blekking. Það er tilgangslaust að spá í alheiminum út frá forsendum tíma þó við getum skoðað okkar efnislega heim út frá tímanum sem einn af fjórum stólpum hans.
  2. Hinir þrír stólpar hins efnislega heims: lengd, breidd og hæð eru líka blekking. Rúmið er ekki endanlegur fasti heldur sýn.
  3. Við erum öll eitt. Aðskilnaður okkar mannanna frá hver öðrum í einstakar persónur er tímabundin blekking. Eins aðskilnaður okkar frá öllu öðru hér á jörðu lífrænu sem ólífrænu. Allt er eitt.

Þess vegna er ekkert að óttast.


One Response to “Allt er eitt”

 1. Gummi Says:

  1. Sammála
  2. Vantar nánari útskýringu
  3. Sammála og hlakkar mjög mikið til að upplifa þetta 🙂

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us