Allt sem þú vildir vita um allt (en þorðir ekki að spyrja)

Posted by jonas on April 11th, 2007 filed in

Eftir að hafa spænt gegnum klukkutíma á klukkutíma ofan af Búddískum Zen hugleiðingum er röðin komin aftur að nördaspjalli.

Það var mikill happafengur þegar ég datt inn á síðuna IT Conversations. Þar má finna fjölmarga fyrirlestra frá öllum helstu sérfræðingum og sviði tækni og framtíðarpælinga ýmiskonar. Sumir fyrirlestrarnir eru töluvert skemmtilegri en aðrir og vil ég nota tækifærið og mæla sérstaklega með nokkrum.

Steve Wozniak

Steve Wozniak hannaði fyrstu Apple tölvurnar. Það var ekki nóg fyrir hann að nota allar rökrásir og tölvueiningar betur en áður hafði þekkst heldur voru móðurborðin eins og listaverk að sjá. Menn keyptu fyrstu tölvurnar jafnvel til að dást að því hvernig þær litu út að innan. Steve var fyrstur til að útfæra notkuns sjónvarps sem tölvuskjá, bjó til betra diskettudrif en áður hafði þekkst og ákvað að gefa stóran hluta af sínum hlut í Apple til fólks sem hafði tekið þátt í því að starta fyrirtækinu þegar ljóst varð að nafni hans hafði ekki áhuga á að deila auðnum. Mjög áhugavert.

Part1: http://www.itconversations.com/shows/detail214.html
Part2: http://www.itconversations.com/shows/detail215.html

John Smart

Frábært nafn og skemmtilegar pælingar í stíl. Þróun í nútímatækni er veldisvaxandi fyrirbæri þar sem byltingar eiga sér stað með sífellt styttra og styttra millibili. Samt erum við rétt að byrja. Þegar gervigreind kemst á það stig að geta skilið meiningu ferla eins og t.d. tungumáls er stutt í að við getum látið tölvurnar finna út úr vandmálunum fyrir okkur. Þá fyrst mun þróunin komast á byltingarkennd stig. John Smart segir að frá tölvunum séð munum við virka eins og plöntur. Þ.e. að tölvurnar muni hugsa og bregðast við mörgþúsund sinnum hraðar en við og þar af leiðandi verðum við eins og hreyfingarlausar plöntur frá þeirra sjónarhorni. Hver hefði trúað því fyrir 40 árum að tölvur ættu eftir að smíða bíla? Eftir tuttugu ár munu tölvur keyra bíla og bílslysum mun hafa fækkað um að minnsta kosti helming. Eftir 30-40 ár munum við eiga samskipti við afrit af persónuleika okkar á netinu nema hvað sá mun þurfa að hægja mörgþúsundfalt á sér til að tala við okkur. Mjög áhugavert.

http://www.itconversations.com/shows/detail374.html

Brewster Kahle

Viltu sjá hvernig nasaweb leit út fyrir 5 árum? Þú getur séð það með The Wayback Machine. Brewster Kahle og félagar hjá Internet Archive eru að takast á við hið óendanlega verkefni að skrásetja sögu internetsins eins og það leggur sig. Í leiðinni eru þeir að safna saman öllum bókum og tónlistarupptökum sögunnar sem hægt er að gera aðgengilegt mannkyninu án þess að brjóta höfundarrétt. Þeir safna líka ræðum, fyrirlestrum, heilu háskólakúrsunum, tónleikum, heimildarmyndum o.s.frv, o.s.frv. Mjög áhugavert.

http://www.itconversations.com/shows/detail400.html

Clayton Christensen

Clayton Christensen er prófessor við Harvar Business School. Hann fann upp hugtakið “Disruptive technologies” sem lýsir því hvað gerist þegar byltingarkennd ný hugmynd læðist bakdyramegin inn á markaði eins og úlfur í sauðargæru og engin tekur mark á í fyrstu. Þessar hugmyndir hafa síðar tilhneygingu til að reynast svo byltingarkenndar að þær breyta umhverfi sínu með þeim afleiðingum að ný stórfyrirtæki verða til kringum þær og þau gömlu hætta að skipta máli. Mjög áhugavert.

http://www.itconversations.com/shows/detail135.html

Lawrence Lessig

Upphafleg höfundaréttarlög kváðu á um 14 ára gildistíma með ákvæði um að höfundur mætti framlengja um 14 ár til viðbótar (1692). Eftir síðustu breytingar frá 1998 gildir höfundarréttur í 70 ár frá dauða höfundar.

Hver er framtíð hugmynda á tímum internetsins? Eiga hugmyndir að vera frjálsar eða mega fyrirtækin eiga þær? Hvað með tónlist og önnur sköpunarverk mannanna? Hversu langt má ganga til að takmarka frelsi einstaklingsins og aðgang að upplýsingum til að verja hagsmuni? Lawrence Lessig er professor í lögfræði við Staford háskólann með sterkar skoðanir á þessu. Mjög áhugavert.

http://www.itconversations.com/shows/detail349.html


Annar vettvangur byltingarkenndra hugmynda og specialista er TED ráðstefnan. Því miður hefur mér ekki verið boðið enn að taka þátt í en get sem betur fer sætt mig við að allir helstu fyrirlestrarnir þaðan eru aðgengilegir á netinu hérna. http://www.ted.com/tedtalks/ Ég lofa því að þið munið ekki þurfa á sjónvarpi að halda næstu vikurnar ef þið byrjið að skoða þessa fyrirlestra. Þið gætuð t.d. byrjað á að kíkja á þessa hér:

Nicholas Negroponte, The Future of Computing.
“Nicholas Negroponte is former Director of the MIT Media Lab, and founder of the non-profit, One Laptop Per Child.”

Larry Brilliant, Three Wishes to Change the World.
“Larry Brilliant is an epidemiologist who led the successful WHO campaign to eradicate Smallpox. He was recently named Executive Director of the Google Foundation.”

Richard Baraniuk, Free, global online education system.
“Richard Baraniuk is a Rice University professor with a giant vision: to create a free, global online education system.”

Jimmy Wales, Wikipedia.
“Jimmy Wales is founder of Wikipedia, the self-organizing, self-correcting, ever-expanding, and thoroughly addictive encyclopedia of the future”

David Deutsch, The Fabric of Reality.
“Legendary physicist David Deutsch is author of The Fabric of Reality, and the leading proponent of multiverse theory, the astounding idea that our universe is constantly spawning parallel worlds.”

Dan Gilbert, The Pursuit of Happiness.
“Dan Gilbert is a psychology professor at Harvard, and author of ‘Stumbling on Happiness’”

Kevin Kelly, Technology: The 7th kingdom of life.
“Wired Editor-at-large Kevin Kelly traces the remarkable similarities between the evolution of biology and technology, ultimately declaring technology the ‘7th kingdom of life.’”


2 Responses to “Allt sem þú vildir vita um allt (en þorðir ekki að spyrja)”

  1. Elva Rún Says:


    Sami gamli nÖÖÖrdinn. Gullfalleg og skemmtileg síða. 🙂 Allt gott að frétta að ofan. Hvenær ætliði að skella ykkur í súkkulaðiköku til Álaborgar ?
    Knús og kremjur. Elva Rún

  2. Inga Steina Says:

    Alltaf gaman að fylgjast með þér Jónas minn. Vonandi er allt gott að frétta af ykkur. Bið að heilsa öllum.
    Knús Inga Steina og strákarnir.

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us