1 er allt

Posted by jonas on July 18th, 2008 filed in

Leitin að guði hefur borið árangur. Guð er 1!

Undanfarið hef ég varið töluverðum tíma í að reyna að skilgreina alheimsfyrirbærið og nú hefur leitin endað í 1.

Það þýðir ekki að 0 sé djöfullinn. 0 er bara núll, þ.e. ekki 1.

Öll önnur hugmyndafræðileg fyrirbæri eru þar af leiðandi bara 1 séð í gegnum filter.

T.d. er 23 bara 1 í gegnum filterinn 23.

Með þetta í huga hef ég útfært mjög einföld trúarbrögð byggð á hugmyndinn um 1.

* 1 er allt og allt er 1.
* 0 er ekkert. 0 er ekki illt. 0 er bara ekki 1.
* Allt annað en 0 er bara afbrigði af 1.
* Leiðin að því að fylla líf sitt þessari trú er að hugleiða á hverjum morgni og á hverju kvöldi að 1 er nóg. 1 laufblað í skóginum er nóg, 1 líf, 1 maki, 1 bíll, o.s.frv. Hvað sem þú hefur núna er nóg því það er 1 eða afbrigði af 1. Það sem þú hefur ekki er líka gott því það er þá væntanlega 0. 0 er ekki slæmt heldur bara ekki 1.

Hérna hef ég lagt fyrstu drög að skilgreiningu trúar framtíðarinnar. Ég mæli með því að lesa skilgreininguna að ofan þangað til þú upplifir að 1 er nóg. Þá ertu á réttri leið.

Hér á eftir legg ég þessa hugmynd upp sem forritunarkóða til útskýringar.

#1 C++ kóði sem útfærir hugmyndina um mannlega tilvist án 1:
—————————-
int i = 1;
while(true)
{
   ThinkSomething();
   if(i++ % 100000 == 0)
   {
      DoSomething();
   }
}

—————————-

#2 C++ kóðadæmi um heimsmynd byggða á hugmyndinn um 1:

—————————-
1;
—————————-


4 Responses to “1 er allt”

 1. Úlfur Says:

  Áhugaverð og þörf pæling…
  Ég tengi líka sérstaklega sterklega við hana. Einhvern tíman fyrir langa löngu lærði ég í slökun og hugleiðslu að róa mig niður með því að telja hægt rólega í huganum á meðan ég andaði djúpt.
  Fljótlega fór ég að nota þessa aðferð til að róa hugan þegar ég átti erfitt með að sofna á kvöldin. Eftir að hafa beitt þessari aðferð þó nokkru sinnum gerði ég mér grein fyrir því að það að telja upp línulega, “1, 2, 3, 4… osfr.” var “counter-productive” vegna þess að það krafðist of mikillar einbeitningar auk þess sem því ferli hætti líka til að detta hreinlega á idle processinn á meðan ég fór að hugsa eitthvað annað.
  Ég komst að því að í raun væri óþarfi að telja heldur dugði manni einföld “mantra” sem maður gæti einbeitt sér að án þess þó að leggja of mikið á sig… þessi mantra gæti í raun verið hvað sem er so fremur sem hún væri einföld…

  Frá upprunanum í gegnum þennan rök-filter lá leiðin beint að því að ég hóf að telja “1, 1, 1, 1, 1… osfr.” og hef gert æ síðan þegar ég þarf að komast í andlegt jafnvægi og ró… 1 er allt og allt er 1!

 2. jonas Says:

  Gaman að heyra frá þér Úlfur að vanda. Þetta er snilldarhugmynd hjá þér með 1-1-1-1-1 og mun ég prófa það í næstu hugleiðslu. Það passar náttúrulega við þennan línulega heila okkar sem getur ekki sætt sig við 1stk 1 heldur þarf að hafa runu fyrir stafni.

 3. Kristján Gunnarsson Says:

  Ef 1 er allt, þá er þetta comment ekki 0

  Frábær pæling og æðislegur kóði

 4. Egill Says:

  Ég festist í hræðilegri aðstöðu um helgina, ég fór að hugsa um eitt núll.

  Shit!

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us