Notagildisúttekt klósetta í DSB-IC3 lestargerðum

Posted by jonas on February 17th, 2009 filed in

Nýlega rakti góðvinur Nasaweb Finnur.com í ýtarlegu máli sögu sem tengist flækjustigi salerna í dönsku DSB-IC3 lestunum.

Þar sem ég er mikill áhugamaður um notagildi (usability) hluta og ferðaðist þar að auki með þessum lestum daglega um margra ára skeið þá minntist ég þess að það hafði jú vakið athygli mína ótrúlega hátt flækjustig klósetta dönsku DSB-IC3 lestargerðanna.

Aðkoman að þessum klósettum er margslungin. Utan frá eru þau svo sem nógu sakleysisleg (ekki ósvipað þessu hér) en um leið og inn er komið má sjá þar er ekki tjaldað til brúks fyrir óvana leikmenn.

Mynd 1: Fjölþrepa læsing
Mynd 1:  Fjölþrepa læsing
Spurninging sem þetta viðmót varpar fram er vitanlega: Hvaða takka skal ýta á til að læsa og í hvaða röð? Það er greinilega ekki nóg að ýta á einn hnapp heldur þarf að eiga sér stað ákveðin samsetning aðgerða sem enda með rauðu ljósi ef þú ert heppinn. Það er þó auðvelt að halda að klósetteiningin sé rammgerlega læst þegar það blikkar grænt en þar veður notandinn í villu og svima.

Þegar komið er inn á salernið og farið að brúka sjálfa skálina tekur ekki betra við, sbr. mynd 2.

Mynd 2: Takkaborð salernis
Mynd 2: Fjölþreifið takkaborð salernis

Það er greinilegt á þessari mynd að stjórnborð þessa salernis er allt of flókið fyrir venjulegan notanda. Hvor takkinn sturtar niður og hvor er neyðarhnappurinn?

Þegar kemur að því að þvo hendur tekur við önnur áskorun. Hvort er það svarti takkinn uppi eða rauði n iðri sem skrúfar frá? Eða stoppar kannsi lestin?

Mynd 3: Takkaborð handþvottarskálar
Mynd 3: Takkaborð handþvottarskálar

Þetta er allt mjög margslungið og gott dæmi um hönnun þar sem farið hefur fram af meira kappi en forsjá og notagildinu þannig fórnað fyrir fjölda fídusa salernisklefans.


eftirmáli:
það er gaman frá að segja að eftir að þessar myndir fóru upp á Flickr síðu mína varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið að setja myndirnar mínar á vef áhugamanna um klósett í farþegarlestum (passenger train toilets group) og er efalaust einstakt fyrir Íslending að vera í þessum hópi.

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us