Af reglum okkar heims

Posted by jonas on December 26th, 2004 filed in

Averroes (1126-1198) var merkilegur hugsuður sem benti réttilega á það hvernig guð væri sjálfur bundinn þeim sömu leikreglum og hann hefði sett heiminum upphaflega við gangsetninguna. Hugmynd hans var nefnilega sú að ekki einu sinni Guð gæti gæti útbúið þríhyrning sem hefði ekki 180° sem summu samanlagðra gráða allra horna sinna. Því mætti segja að í öllum heimum þar sem stuðst er við fyrirbærið þríhyrning sem hugmyndafræðilegt concept er þegar búið að fastsetja reglurnar sem fyrirbærið lýtur.

Í hinni stórskemmtilegu bók Carl Sagans: Contact er hann einmitt mikið að leika sér með að vísindinn gætu sannað tilvist guðs með því að finna undirskrift hans einhverstaðar í djúpt vísindalegri grundvallarreglu mælanlegs fyrirbæris. Contact endar á því að vísindakonan snjalla finnur endurtekið pattern falið djúpt í óendanlegri aukastafarunu PÍ. Slíkt pattern gæti því aðeins verið til sem undirskrift guðs og staðfesting á að heimurinn hefði verið búinn til en ekki bara *orðið* til. Eins og með þríhyrningin myndu sömu reglur gilda um hringinn í öllum heimum/víddum sem hefðu fyrirbærið hring. Um leið og fyrirbærið hringur væri til staðar fylgdu reglurnar með og þar með PÍ.

Þannig að þó guð myndi gjarnan vilja búa til hring sem ekki myndi lúta reglum PÍ hlutfallsins þá gæti hann það ekki. Reglurnar eru skrifaðar endanlega í umgjörð okkar heims.

Að hugsa sér heim þar sem ekki vætu til hringar, kassar eða ferhyrningar og ekkert PÍ er svolítið erfitt fyrir takmarkaða mannlega heila eins og okkar sem eru svo rammlega takmarkaðir af víddum rúmskynjuninnar + tíma.

Þannig eru líka skynfæri okkar miðuð við þetta, þ.e. það að skynja þessa rúmskynjun ásamt tíma. Charles Darwin geymdi bók sína um þróun kenninganna nánast kláraða ofan í skúffu í mörg ár áður en hann gaf hana út. Ástæðan var einföld röksemd sem alltaf angraði Darwin og hann fann aldrei svar við: Þróunarkenningin getur auðveldlega rökstutt hvernig fyrirbæri eins og auga getur þróast og orðið betra en við getum ekki með þróunarkenningunni skýrt hvernig fyrsta augað varð til. Eyra þróast ekki í að verða auga. Mynd verður ekki hljóð. Það ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir. Þannig vantaði alltaf í kenninguna hvernig þetta upphaflega takmarkaða úrval skynfæra kom til.

Genasystemið okkar geymir viðlýka þraut. Með rannsóknum á starfsemi DNA getum við séð hvernig erfðir eiginleika í líkama okkar virka. Hinsvegar getum við ekki skýrt hvernig upphaflega DNA-plaftormið varð til. Með því á ég við reglurnar sem DNA systemið lýtur og hagara sér samkvæmt. Þessar sömu reglur og hafa verið til alveg frá upphafi og voru til staðar í frumstæðustu DNA samsetningunni rétt eins og í dag.

Enn og aftur að hugbúnaði. Æðsta markmið í hugbúnaðargerð væri að búa til hugbúnað sem gæti fjölfaldað og betrumbætt sig. Vandamálið er fyrst og fremst að við höfum ekki ennþá getu til að búa til slíkan meta-hugbúnað, þ.e. hugbúnað um hugbúnaðargerð. Ef við skoðum lífið frá þessu sjónarhorni mætti maður spyrja sig til hvers við þurfum eiginlega að finna endurtekið pattern í aukastafarunu PÍ til að sanna það að heimurinn hafi verið búin til að vitsmunafyrirbæri en ekki af handahófi. Liggur það ekki einmitt í reglum heims okkar sem einmitt sjálfar eru innbrenndar inn í heiminn, óbreytanlegar eins og skipanasett örgjörvans í tölvunni þinni sem gegnir hlutverki ‘plaftorms’ fyrir allt annað að keyra á. Samlíkingin við örgjörvann er líka góð að því leyti hvernig hugbúnaður rammast algjörlega inn af þeim eiginleikum sem brenndir eru enndanlega inn í hönnun örgjörvans sem honum er ætlað að keyra á. Rétt eins og rúmfræðin og tíminn eru endanlegir óbreytanlegir fastar okkar veruleika.

Má þá ekki álykta að vísindin hafi þegar sannað tilvist guðs með eigin tilvist?

Eftirmáli:
Ég veit ekki hvort það gerir mér gott að fást við þetta viðfangsefni. Nóttina eftir að hafa skrifað þetta vaknaði ég upp í svitabaði við draumfarir um líf eftir dauðann í heimi sem ekki hefði tíma, rúm, hvorki þríhyrninga né ferninga. Eitthvað sem rúmskynjunaregóinu þykir greinilega mjög óþægileg tilhugsun. Nema þá að þetta hafi verið raunverulega verið skilaboðin frá geimverunum sem ég bíð ennþá eftir síðan ég missti af rútunni upp á Snæfellsnes um árið.

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us