Úr Skjalasafninu – Bikini Jól

Posted by jonas on December 19th, 2004 filed in

Af allri sýrunni sem Sólstrandargæjarnir gáfu út á þeim stutta tíma sem hljómsveitin starfaði þykir mér alltaf einna vænst um jólalagið súra: Bikini-Jól.  Pólitískt háð vafið í fáránlegar pakkningar sem fæstir föttuðu um hvað snerist eða lásu mikla kynþáttaforóma út úr öllu saman.

Yrkisefnið var nefnilega Bikini eyjur sem Bandaríkjamenn notuðu til að gera tilraunir með kjarnorkuvopn frá júní 1946 til ágúst 1958.  Á þessu tímabili sprengdu þeir 67 tilraunasprengjur við eyjurnar og leystu úr læðingi samtals  108 megaton sem samsvaraði kringum 7000 Hirosima sprengjum.

Infæddir eyjarskeggjar höfðu samþykkt að yfirgefja eyjurnar tímabundið að beiðni Bandaríkjamann sem sögðust vera að gera tímabundnar tilraunir með tækni sem myndi vera til góðs fyrir allt mannkyn og binda enda á allar styrjaldir heimsins.  Þetta þótti eyjarbúunum vera göfugur málstaður og  stutt burtvera þeirra frá heimaeyjum sínum væri lítið vandamál ef gagnast gæti mannkyni öllu.

Það þarf væntanlega ekki að taka fram að þeir gátu aldrei aftur flutt til heimkynna sinna.  Fastir á framandi eyjum þar sem þeir gátu ekki lengur veitt sér til matar eins og áður urðu þeir háðir matarsendingum bandaríkjamanna meðan þeir biðu og biðu og biðu eftir því að fá að komast aftur heim eins og um hafði verið talað.   Geislavirkni á eyjunum eftir allar sprengingarnar er ennþá langt yfir hættumörkum.

Kringum jólin 1995 voru væntanlegar tilraunaspreningar Frakka á Mururoa mikið í umræðunni og urðu í raun kveikjan að laginu.  Fáránleikinn endurtekur sig.  Kunta Kinte afríkunegrinn í tinnabókunum endurspeglar sýn okkar á frumbyggja eins og þá sem byggja svona eyjaklasa sem alltaf hafa farið halloka undan samskiptum við okkur “þróðuðu” löndin.

Þegar ég heyri þetta spilað fyrir jólin öðru hverju get ég ekki annað en brosað.  “Eyjabúarnir lýsa upp eyjuna”  — sumt í þessum heimi er svo fáránlegt að það er bara hægt að snúa því upp í frekari sýru.  Var það ekki þannig einmitt sem súrrealismi varð til?

Þarna um jólin ’95 vorum við félagarnir í Sólstrandargæjunum nefnilega algjörlega búnir að missa sjónar á upphaflega partýinu og farnir að lifa af því að spila á böllum og vorum núna komnir á næsta level sem Íslensk ballhljómsveit, þ.e. að fá sponsor.  Bikini-jól var upphfalega tekið upp sem útúrsnúningur á Coca-Cola jólalaginu og átti náttúrulega að selja þeim á plötuna og fá spons þannig.  Sem betur fer höguðu öfl þessa heims því þannig að úr þeim samningum varð ekki svo ekki gat orðið úr þessari fríkuðu áætlun um sinn.   Komnir út í horn með lagið og jólaplötuna neyddumst við til þess félagarnir að brainstorma aðeins og komum upp með hugmyndina um jólahald á Bikini eyjum.  Sluppum laglega fyrir horn þar eftir á að hyggja.

Til að fræðast meir um Bikini eyjur og Mururoa:
http://www.nuclearclaimstribunal.com/testing.htm
http://www.bikiniatoll.com/
http://www.globalsecurity.org/wmd/world/france/mururoa.htm

Hlusta á Bikini-Jól

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us