Upp úr heilabúinu

Posted by jonas on December 3rd, 2004 filed in

Ég mun aldrei gleyma plakatinu á veggnum í kaffistofu Suðurvarar saltfisksumarið mikla 1988.   Með sambandslógóið í forgrunni og hraustlegan sjómann eins og appelsínugult tré blóðgandi vænan þorsk upp á dekki.  Þar undir var slagorðið okkar.  Sameiningartákn okkar sem drukkum kaffi í storknuðuð sófasetti og vonuðum að 15 mínúturnar sem við höfðum í pásu myndu vara að eilífu.  Mission statement saltfisksölu Sambandsins á erlendri grundu ristað engilsaxneskum rúnum:

"The sea gives us the fish, but our pride makes it better.  We are SAMBANDIÐ!”

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us