Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka

Posted by jonas on November 24th, 2004 filed in


Matti vaknaði í gærmorgun og fór að segja mér að hann hafi laumast út um nóttina og skroppið til Svíðþjóðar. Hann hafði hitt Arthúr vin sinn úr leikskólanum á leiðinni og þeir hefðu skellt sér til Svíðþjóðar með lestinni og lent þar í miklum bardögum við skrýmsli og Ninja Turtles upp úr nærliggjandi klóaki. Hann hefði síðan komist fótgangandi heim og skriðið aftur upp í rúm án þess að við tækjum eftir því.

Magnað hverju þessi börn geta tekið upp á.

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us