Hetja no1. Neil Armstrong

Posted by jonas on November 13th, 2004 filed in ,

Hetja no1. Neil Armstrong er uppáhaldshetjan mín. Sem krakki þreyttist ég aldrei á því að skoða myndir af honum og félögum hans í áhöfninni á Apollo 11. Þá fannst mér þetta bara eitthvað svo heillandi. Svo magnað og spennandi. Það var ekki fyrr en síðar að mér fór að skiljast hversu ótrúlegt tæknilegt og verkfæðilegt þrekvirki hér var um að ræða svo ekki sé nú talað um hugrekkið sem þessir menn sýndu með því að leggja af stað í þennan leiðangur.

Greyið Neil hefur líklega verið hálf órólegur þennan dag því það var ekki nóg um það að hann hafði þurft að handstýra tunglfarinu til að lenda ekki ofan í grýttum gíg sem höfuðstöðvunum hafði yfirsést við áætlaðan lendingarstað. Honum tókst að lenda tunglfarinu en hafði eytt meira eldsneyti en reiknað hafði verið með fyrir lendinguna. Vitandi það að ef þeim mistækist að koma tunglfarinu aftur á loft hafði NASA skipulagt neyðaráætlun þar sem gert var ráð fyrir að loka fyrir öll samskipti við tunglfara til að þurfa ekki að hlusta á líf þeirra fjara út. Það var fyrirfram vitað að það yrði engin möguleiki á því að koma hjálp til þeirra í tæka tíð ef þeir kæmust ekki á loft af sjálfsdáðum.

Það var því kannski ekki nema von að hann færi vitlaust með frasann sem hann hafði æft svo oft á leiðinni þegar hann loks steig fæti sínum niður á tunglið. Hann gleymdi óvart einum óákveðnum greini sem breytti merkingu orða hans þó töluvert. "That's one small step for man, one giant leap for mankind."

Neil Armstrong tók þessa ljómandi mynd af Buzz Aldrin vini sínum


Mætti maður kannski biðja um meira af stórhuga afrekum mannkindar og minna af slátrun og hörmungum meðbræðranna.


Síðan eru það auðvitað alltaf vitringarnir sem halda því fram að þetta hafi allt verið blekking. Pælingar og skemmtilegar uppákomur tengdar því má finna hér, hér og hér.

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us