Líkingar – einfaldanir.

Posted by jonas on October 31st, 2004 filed in

Það er merkilegt með mannsheilann hvernig hugsun okkar og skilninur byggist á því að opna fyrir viðfangsefnið með líkingum og einföldunum. Einn allrastærsti akkelesarhæll mannsins sem og mannkynsins í heild er hversu langan tíma það tekur okkur að miðla upplýsingum. Tölvur miðla upplýsingum sín á milli með hraða ljóssins. Móttakandinn notar villutékk á sínum enda til að ganga úr skugga um að upplýsingarnar hafi komist 100% rétt til skila. Ef svo er ekki biður hann um að allt klabbið sé endursent. Gæti maður séð það fyrir sér gerast í samsksiptum okkar mannanna? Venjulegur maður þarf að ganga í nám frá 6 ára aldri til allt að 25-30 ára aldri til að ná tökum á ákveðinni einstakri sérhæfðri þekkingu samfélagsins. Þetta er ótrúleg takmörkun okkar sem endurspeglast í öllu hátterni mannsins. Hver er síðan nýtingin. Ætli það sitji ekki eftir 0,5% af upplýsingunum sem sendar eru yfir skynjunarpípurnar á þessu tímabili. Í mesta lagi. Hugsanlega aðeins meira á undirmeðvituðu plani, 2-3%.

Það er ekki einu sinni svo að það sé nóg að senda upplýsingarnar frá sér með hinum ógnvænlega óáreiðnalegum prótókol tungumálinu (guð hjálpi þér ef ekki er um að ræða móðurmál mótakanda/sendanda), heldur þarf líka að opna fyrir skilning móttakandans með notkun líkinga og einfaldanna. Stærðfræðikennari sem koma þarf til skila flóknum formúlum gæti þess vegna gripið til þess að líkja formúlunum við aðrar einfaldari formúlur sem nemendur hafa lært áður eða grípur til þekkts dæmi (ferli/patterns) úr veruleika nemandans sem hægt er að nota til að auðvelda lærdóminn.

Ég man t.d. alltaf hvernig systir mín hjálpaði mér sem littlum strák að nota minna-en og meira-en merkin í stærðfræðinni. Hún setti þetta upp sem svo að merkin ( ) endurspegluðu í raun munninn á PacMan, aðalhetju samnefnds leiks sem þá fór sigurför um spilasali heimsins. Eina sem ég þyrfti að gera væri að teikna hring utan um munninn og þá var ég kominn með PacMan. Síðan væri það augljóst að PacMan vildi alltaf borða stærstu töluna og þess vegna snéri opni munnurinn að henni. Eftir þetta vafðist aldrei fyrir mér að vinna með þessi merki í stærfræðibókinni minni.

Þarna komum við líka að stóra vandamáli okkar mannanna sem er það að við eigum afskaplega erfitt með að gera okkur eitthvað í hugarlund sem ekki er hægt að líkja við eitthvað í okkar þekkta veruleika. Með þetta í huga verður afrek Einsteins að hugsa upp afstæðiskenninguna ennþá merkilegra þar sem það er einmitt lógík sem var upphugsuð án þess að styðjast við ákveðið fyrirbæri í raunveruleikanum sem endurspeglar hugmyndina í einfaldari mynd. Tölva á hinsvegar ekki í neinum erfiðleikum með að vinna út frá fyrirbærum sem enga hugmyndafræðilega stoð eiga sér í raunveruleikanum en þá komum við einmitt að takmarkandi þætti tölvunnar sem er nefnilega mannsheili forritaranns.

Gott dæmi um þetta með líkingar úr veruleikanum og hvernig forritari á erfitt með að vinna með fyrirbæri sem ekki passa við raunveruleikann eru fjölvíða fylki. Í nútíma hugbúnaði eru engin sérstök takmörk því sett hversu margar víddir hægt er að nota við fylkjavinnslu en oftast forðast menn það eins og heitan eldinn að nota mikið meira en tvívíð fylki nema í sérstökum aðstæðum. Ástæðan er einföld, um leið og víddunum fjölgar missir einstaklingurinn sem skrifar forritið eiginleikann til að sjá fyrir sér hvernig forritið muni virka. Þegar unnið er með einvítt fylki er einfaldlega hægt að sjá fyrir sér röð. Tvívítt fylki líkist korti eða x,y hnitum sem auðveldlega má sjá fyrir sér. Þrívítt fylki sleppur ennþá þar sem hægt er að fara í x,y,z rúmskynjun en um leið og við bætum við fjórðu víddinni má eiginlega segja að forritarinn ætti að finna sér aðra aðferð til að geyma gögnin því hann geti ekki lengur séð fyrir sér hvað hann sé að gera.

Þessu vandamáli standa eðlisfræðingar dagsins frammi fyrir í dag þar sem heimsmynd þeirra samanstendur af sívaxandi fjölda vídda sem færri og færri einstaklingar hafa möguleika á að sjá fyrir sér eða gera sér í hugarlund hvernig í ósköpunum geti tengst raunveruleika okkar. Það er því ekki skrýtið að flestir séu hættir að sjá muninn milli nýjustu kenninga eðlisfræðinnar og vísindaskáldskapar.

Það er mjög líklegt að maðurinn sé því kominn að ákveðnum endimörkum skilningarvita sinna og eiginleika til að skilja alheiminn. Eina sem geti gerst héðan í frá sé það að við einbeitum okkur að því að fullkomna sköpunarverkið okkar, tölvurnar og bíðum síðan eftir því að þær öðlist eiginleika til að stúdera þessa hluti því þær verða augljóslega margfalt hæfari til að gera uppgvötanir á þessu sviði og skilja reglurnar þegar þær munu hafa öðlast getuna til að greina ferli niður í þekkingu og að mynda nýja þekkingu út frá ímynduðum ferlum. Mörgþúsund bita tölva sem gæti sjálf endurbætt eigin hugbúnað og sannreynt ályktanir gæti ábyggilega komist að merkilegri niðurstöðu vinnandi á þeim gögnum sem þegar eru til um algeiminn okkar.

Sagði einhver 42????

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us