Beam me up Scotty !!!

Posted by jonas on July 7th, 2004 filed in

Bím-búnaður hefur alltaf heillað mig og fyllt mig tilhlökkun eftir framtíð þar sem maður gæti látið bíma sér milli húsa og heimsálfa eftir hentisemi. Nýlega gerði ég þó hrollvekjandi uppgötvun sem slegið hefur nokkuð á tilhlökkunina: Bím-tæki eins og notuð eru í Star Trek hljóta að virka með þeim hætti að lífveran er leyst upp á öðrum endanum og sett aftur saman hinumegin. Þá hlýtur að eiga sér stað ákveðin skönnun þar sem lífveran er skönnuð niður í frumeindir sínar og síðan er nákvæmt afrit sett saman hinumegin eftir greiningunni. Frumeindirnar sjálfar eru s.s. ekki sendar yfir heldur greiningin sem hægt er að nota til að endurframkalla fyrirbærið. Nákvæmlega eins og þegar við downlódum hljóði, mynd eða öðru efni af internetinu.

Þegar Kirk var bímað inn í Enterprise úr faðmi geðveikra geimára ókunna furðuheima var hann í raun drepinn og líkaminn leystur upp nema hvað nákvæmt afrit birtist í Enterprise þannig að engum vannst tími til að sakna hans né syrgja.

Það var sem sagt ekki sami Kirk sem kom út úr bímgræjunni heldur afrit af honum.

Spurningin er því þessi:

Myndi ég vera tilbúinn að láta bíma mér ef ég vissi að ég myndi drepast en það yrði til afrit af mér sem væri þó í raun ekki ég

Er von að maður spyrji…

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us