Deep Purple og Lufgítarleikararnir frá Kristjaníu

Posted by jonas on June 30th, 2004 filed in

Gítarleikarinn í Deep Purple hefur nú séð það svartara en kaffi en það er samt allt barnaleikur miðað við aðfarirnar hjá öllum lúftgítarleikurunum úti í sal sem stóðu í röð og spiluðu af gríðarlegri einbeitingu á lúft-hljóðfærin sín. Stöku sinnum mátti sjá fjölhæfan lúftgítarleikara bregða fyrir sig lúft-trommum af sannfæringu. Nokkrir ZZ-Top wannabes sem komið höfðu í sætaferðum frá Kristjaníu spiluðu á lúftgítara í hókí-pókí hring sem gekk óreglulega inn og út og lyktaði af framandi austurlenskum reykjurtum. Í hvert einasta sinn sem einhver þeirra steig á tærnar á mér buðust þeir margfaldlega afsökunar og brostu svo skein í gullslegnar fyllingarnar.

Eftir tónleikana stóðu hljómsveitarmeðlimir í 10 mín á sviðinu og hentu út í sal 135 gítarnöglum, 57 bassanöglum, 5 trommukjuðum, einu trommuskinni og árituðum rúskinnsnærbuxum.

Magnað!

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us