Þar malbikið svífur

Posted by jonas on September 23rd, 2006 filed in

Malbikid Svifur
Þar sem malbikið svífur mun ég dansa

Loksins er platan mín tilbúin og síðan kringum hana komin í loftið.

Það er ennþá lausir endar eins og alltaf. Dreifingarmál og diskaprentun sem ég á eftir að ganga frá. Ég ákvað samt að opna vefsíðuna í síðustu viku og hefja kynningu. Hver veit kannski sel ég bara mest gegnum netið? Sjáum til.

Vinir mínir vita að þetta hefur verið langt ferli hjá mér. Á tímabili hafði ég lagt músíkina til hliðar og einbeint mér að forritun. Hinsvegar voru alltaf að koma lög og hugmyndir að fæðast sem kröfðust athygli. Á endanum varð mér ljóst að ég ætti hreinlega ekkert val og ákvað að byrja að taka efnið upp með það að markmiði að gera plötu á endanum.

Alveg frá því ég lærði fyrst á hljóðfæri hef ég samið mikið af tónlist og textum. Þegar Sólstrandargæjarnir urðu vinsælir átti ég fulla skúffu af djúpu pælingarefnin sem átti að verða þemaplata um heimsókn geimvera til jarðarinna og andlega truflanir mannfólksins. Skyndilegar vinsældir grínplötunnar og það að verða á einni nóttu þekktur atvinnumaður í rugli sló mig svolítið út af laginu og það tók mig langar tíma finna aftur þetta upprunlega element mitt. Sú saga er eiginlega mjög fyndin á köflum súrealískt og efni í margar greinar í sjálfu sér. Í dag hef ég lært að meta alla þessa reynslu mikils. Einnig þykir mér ótrúlega vænt um að lögin sem við vinirnir sömdum í Menntaskóla lifi ennþá góðu lífi og höfði ennþá til fólks. Vonandi á þessi nýja plata eftir að snerta taug í einhverjum þrátt fyrir að vera af öðru tagi.

Þegar öllu er á botninn hvolft er heiðarleikinn það eina sem lifir. Það sem er mest heiðarlegt og einlægt er mest mannlegt. “Rangur Maður” var heiðarlegt og einlægt lag samið í þynnku og þunglyndi beint frá hjartanu. Þessu hef ég reynt að fylgja líka núna þó innst inni sé maður oftast skíthræddur við einlægnina og vilji helst fela sig bak við furðuleg sánd og illskiljanlega vitsmunatexta. Ég var lengi fastur í þeirri gryfju og komst ekkert áfram. Einn daginn sló þetta mig hinsvegar með heiðarleikann og eftir það var ekki aftur snúið. Afraksturinn er að fæðast þessa daganna og það er góð tilfinning.


4 Responses to “Þar malbikið svífur”

 1. Áslaug Hinriks Says:

  Ég veitiggi alveg hvernig ég datt inná þessa síðu en ákvað samt aðeins að renna yfir hana sá ég mynd Áslaug nöfnu minni Hönnu þannig ég ákvað að skilja eftir mig slóð héðan 🙂
  Þú þekkir mig reyndar ekkert Jónas en Áslaug ætti að muna eftir mér frá því denn frá Stokkseyri, systir Garðars og Ásgríms.
  Allavega kveðja af klakanum
  Áslaug Hinriks…

 2. Ingþór Says:

  Hvernig væri að koma með nýjan pistil !
  kv. frá Norge

 3. Daníel Says:

  Heiðarleiki og einlægni eru málið.

 4. o.veigar Says:

  Ég er sammála bróður Daníel.

Leave a Comment

You must be logged in to post a comment.

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us