Doug Engelbart (The Mother of all Demos)

Posted by jonas on September 27th, 2007 filed in
Comment now »

Þetta er skemmtilegt. Doug Engelbart að kynna uppfinningar sínar fyrir full sal af áhugasömum spekúleringasálum 1968. Uppfinningar eins og tölvumús og orð sem hægt er að klikka á til að ferðast um í upplýsingum (linkar).

Takið eftir.. við erum að tala um árið 1968!

Meira um Doug Engalbart má finna á Wikipedia auðvitað. Og svo skemmtilegt viðtal hérna.


Fleiri forritunarljóð

Posted by jonas on August 21st, 2007 filed in
Comment now »

#1 Human Eternity

while(true) DoStuff();

#2 God’s Eternity

true

#3 Human Love

While(love==true) DoStuff();

#4 God’s Love

true


Sir Ken Robinson: Do schools kill creativity?

Posted by jonas on August 21st, 2007 filed in ,
Comment now »

Já, já, já! Ken Robinson fer á kostum og ég gæti ekki verið meira sammála. Skólakerfið okkar sinnir þörfum síðustu aldar og menntunarverðbólga ríður húsum allstaðar. Minnir helst á Paul Graham á góðum degi.
20 mín vel varið.
Bob Thurman: Becoming Buddha

Posted by jonas on August 20th, 2007 filed in ,
Comment now »
Og já, Bob Thurman er pabbi hennar Umu Thurman.


When Jesus Comes

Posted by jonas on July 3rd, 2007 filed in
Comment now »

Team building atburðir eru afar vinsæll kostnaðarliður stórra fyrirtækja. Oftast hugsaðir til að þjappa saman fólki og fá fólk til að framleiða meira og hraðar með meiri hagnaði og allt þetta.

Spurning hversu mikið framleiðnin hjá Ernst & Young jókst eftir að þeir gerðu þetta myndband með útvöldum starfsmönnum.


Já, hvað er hægt að segja.

Í framhaldi af þessu rakst ég nýlega á alveg frábæra gervigreindarmaskínu: “The Dilbert Mission Statement Generator“. Mæli með henni.

“We exist to dramatically enhance seven-habits-conforming resources such that we may continue to enthusiastically revolutionize inexpensive meta-services while promoting personal employee growth”

Spurning um að fara að slá um sig í vinnunni.


Buddy Rich Vs Animal

Posted by jonas on July 2nd, 2007 filed in
Comment now »
Allt sem þú vildir vita um allt (en þorðir ekki að spyrja)

Posted by jonas on April 11th, 2007 filed in
2 Comments »

Eftir að hafa spænt gegnum klukkutíma á klukkutíma ofan af Búddískum Zen hugleiðingum er röðin komin aftur að nördaspjalli.

Það var mikill happafengur þegar ég datt inn á síðuna IT Conversations. Þar má finna fjölmarga fyrirlestra frá öllum helstu sérfræðingum og sviði tækni og framtíðarpælinga ýmiskonar. Sumir fyrirlestrarnir eru töluvert skemmtilegri en aðrir og vil ég nota tækifærið og mæla sérstaklega með nokkrum.

Steve Wozniak

Steve Wozniak hannaði fyrstu Apple tölvurnar. Það var ekki nóg fyrir hann að nota allar rökrásir og tölvueiningar betur en áður hafði þekkst heldur voru móðurborðin eins og listaverk að sjá. Menn keyptu fyrstu tölvurnar jafnvel til að dást að því hvernig þær litu út að innan. Steve var fyrstur til að útfæra notkuns sjónvarps sem tölvuskjá, bjó til betra diskettudrif en áður hafði þekkst og ákvað að gefa stóran hluta af sínum hlut í Apple til fólks sem hafði tekið þátt í því að starta fyrirtækinu þegar ljóst varð að nafni hans hafði ekki áhuga á að deila auðnum. Mjög áhugavert.

Part1: http://www.itconversations.com/shows/detail214.html
Part2: http://www.itconversations.com/shows/detail215.html

John Smart

Frábært nafn og skemmtilegar pælingar í stíl. Þróun í nútímatækni er veldisvaxandi fyrirbæri þar sem byltingar eiga sér stað með sífellt styttra og styttra millibili. Samt erum við rétt að byrja. Þegar gervigreind kemst á það stig að geta skilið meiningu ferla eins og t.d. tungumáls er stutt í að við getum látið tölvurnar finna út úr vandmálunum fyrir okkur. Þá fyrst mun þróunin komast á byltingarkennd stig. John Smart segir að frá tölvunum séð munum við virka eins og plöntur. Þ.e. að tölvurnar muni hugsa og bregðast við mörgþúsund sinnum hraðar en við og þar af leiðandi verðum við eins og hreyfingarlausar plöntur frá þeirra sjónarhorni. Hver hefði trúað því fyrir 40 árum að tölvur ættu eftir að smíða bíla? Eftir tuttugu ár munu tölvur keyra bíla og bílslysum mun hafa fækkað um að minnsta kosti helming. Eftir 30-40 ár munum við eiga samskipti við afrit af persónuleika okkar á netinu nema hvað sá mun þurfa að hægja mörgþúsundfalt á sér til að tala við okkur. Mjög áhugavert.

http://www.itconversations.com/shows/detail374.html

Brewster Kahle

Viltu sjá hvernig nasaweb leit út fyrir 5 árum? Þú getur séð það með The Wayback Machine. Brewster Kahle og félagar hjá Internet Archive eru að takast á við hið óendanlega verkefni að skrásetja sögu internetsins eins og það leggur sig. Í leiðinni eru þeir að safna saman öllum bókum og tónlistarupptökum sögunnar sem hægt er að gera aðgengilegt mannkyninu án þess að brjóta höfundarrétt. Þeir safna líka ræðum, fyrirlestrum, heilu háskólakúrsunum, tónleikum, heimildarmyndum o.s.frv, o.s.frv. Mjög áhugavert.

http://www.itconversations.com/shows/detail400.html

Clayton Christensen

Clayton Christensen er prófessor við Harvar Business School. Hann fann upp hugtakið “Disruptive technologies” sem lýsir því hvað gerist þegar byltingarkennd ný hugmynd læðist bakdyramegin inn á markaði eins og úlfur í sauðargæru og engin tekur mark á í fyrstu. Þessar hugmyndir hafa síðar tilhneygingu til að reynast svo byltingarkenndar að þær breyta umhverfi sínu með þeim afleiðingum að ný stórfyrirtæki verða til kringum þær og þau gömlu hætta að skipta máli. Mjög áhugavert.

http://www.itconversations.com/shows/detail135.html

Lawrence Lessig

Upphafleg höfundaréttarlög kváðu á um 14 ára gildistíma með ákvæði um að höfundur mætti framlengja um 14 ár til viðbótar (1692). Eftir síðustu breytingar frá 1998 gildir höfundarréttur í 70 ár frá dauða höfundar.

Hver er framtíð hugmynda á tímum internetsins? Eiga hugmyndir að vera frjálsar eða mega fyrirtækin eiga þær? Hvað með tónlist og önnur sköpunarverk mannanna? Hversu langt má ganga til að takmarka frelsi einstaklingsins og aðgang að upplýsingum til að verja hagsmuni? Lawrence Lessig er professor í lögfræði við Staford háskólann með sterkar skoðanir á þessu. Mjög áhugavert.

http://www.itconversations.com/shows/detail349.html


Read the rest of this entry »


How can we surrender the ego?

Posted by jonas on March 2nd, 2007 filed in
2 Comments »

Q: How can we surrender the ego, when this wanting to surrender is itself an expression of the ego?

Nithyananda: How are you going to surrender the ego, when it does not exist? Suppose you are sitting in a dark room. You want the darkness to disappear. But can you push it out? Can you fight darkness and force it to leave the room? No! No matter how long you keep trying, you are ultimately going to be defeated – and that too by something which does not exist!

The ego is like darkness, it has no positive existence. Just like darkness is simply the absence of light, the ego is nothing but the absence of awareness. To struggle to kill the ego is like struggling to push the darkness out of the room. To really expel the darkness, what you need to do is to forget all about dealing with the darkness. Focus your energy on Light instead. Just bring a small lamp into the room, and you will find that the darkness has fled on its own! So, I tell you to forget all about the ego. Instead, focus on bringing a lamp of awareness into your being. When your entire consciousness has become a flame, you will find that the ego is no more.

The ego is an illusion. You cannot surrender it when you are unaware – because you don’t know how. Of course, you cannot surrender it when you become aware either – because then you realize that there is nothing left to surrender! What you have heard, read, been taught – ‘Surrender the ego in order to attain Self-realization’ – this is an utterly nonsensical idea. It can happen only the other way round. Self-realization dawns, and suddenly you cannot find the ego anymore. The surrender has aleady happened, just like that.

However, I am glad that the question has arisen in your being. The ego is the root cause for all your anxieties, sorrows, tensions. It is your doorway to hell. To actively feel that you want to drop the ego, to feel the the need to be rid of this burden is itself a step towards awareness. It shows that you are stirring from your sleep!

http://nithyananda.blogspot.com/2006/10/more-q-with-nithyananda.html


Zen og listin að vera

Posted by jonas on February 17th, 2007 filed in
3 Comments »

Þar sem ég ver nálægt 3 tímum í lest á dag á leið til og frá vinnu reyni ég að nýta tímann til að spá í lífinu í von um að komast að niðurstöðu. Þess vegna forðast ég blöðin eins og heitan eldin og sit frekar með sjálfur mér eða þá hlusta á góða pistla sem ég hef hlaðið niður í símann minn.

Frábær síða sem sjaldan klikkar er Zencast. Þar má finna safn fyrirlestra búddameistara sem helgað hafa líf sítt að vekja okkur hin upp af værum blundi. Nýlega var ég að hlusta á einhvern Ram Dass með frábærar hugleiðingar um lífið sem ég mæli sérstaklega með.


Ram Dass
Zencast 90 – Serving the Beloved – Part 1
Zencast 91 – Serving the Beloved – Part 2


Allt er eitt

Posted by jonas on February 15th, 2007 filed in
1 Comment »

Ég hef verið að spá í lífinu undanfarið og komist að eftirfarandi niðurstöðum.

    1. Tími er blekking. Það er tilgangslaust að spá í alheiminum út frá forsendum tíma þó við getum skoðað okkar efnislega heim út frá tímanum sem einn af fjórum stólpum hans.
    2. Hinir þrír stólpar hins efnislega heims: lengd, breidd og hæð eru líka blekking. Rúmið er ekki endanlegur fasti heldur sýn.
    3. Við erum öll eitt. Aðskilnaður okkar mannanna frá hver öðrum í einstakar persónur er tímabundin blekking. Eins aðskilnaður okkar frá öllu öðru hér á jörðu lífrænu sem ólífrænu. Allt er eitt.

Þess vegna er ekkert að óttast.


Fletta í efni
Page 2 of 1012345...10...Last »

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us