The Dawkins Delusion

Posted by jonas on February 14th, 2007 filed in
Comment now »
Nerdcore

Posted by jonas on December 12th, 2006 filed in
2 Comments »

Það hefur líklega aldrei verið betri tími að vera nörd en en einmitt nú. Knitty tímaritið birti nýlega grein með leiðbeiningum um hvernig má prjóna binary trefil. Þá er mikil uppsveifla í Star-Wars baseruðum piparkökuhúsum núna fyrir jólin og síðast en ekki síst þá er ný tónlistarstefna Nerdcore í mikilli uppsveiflu um víða veröld.

Nerdcore er Hip-Hop afleggjari þar sem umfjöllunarefni rappara eru tölvur, tölvuverkfræði, teiknimyndablöð, tölvuleikir, DDOS árásir, Lord Of The Rings, D&D o.s.frv. Meðal álitlegra rappara í þessari senu eru MC++ og MC Hawking, Lords Of The Rhyme og ytcracker.


Nerdcore For Life


Veðurskip guðanna

Posted by jonas on October 28th, 2006 filed in
2 Comments »


Geimskot
Svona lítur það út frá Alþjóðlegu Geimstöðinni (ISS) séð þegar geimskutlu er skotið á loft frá jörðinni með fólk og birgðir.
Fallegt!


Framtíðarsýnir Sjáenda

Posted by jonas on October 14th, 2006 filed in
Comment now »

Nasadamus 2006

Ég man alltaf þegar ég las bókina “Framtíðarsýnir Sjáenda” sem var samandráttur spádóma Nostradamusar. Þá var ég 13 ára að verða 14 og hafði lesturinn óhugnalega mikil áhrif á mig. Það var ekki um að villast, mannkynið var dauðadæmt. Bókin spáði kjarnorkuárásum milli stórveldanna 1993-1994 og síðan allsherjar dómsdegi í kjarnorkudauða 1999. Fyrri spádómar sem “ræst” höfðu voru þarna allir týndir til þannig að málið var óvéfengjanlegt.

Stundum velti ég fyrir mér hvort við öll sem vorum börn þarna þegar kalda stríðið var í hámarki þyrftum ekki að fara í meðferð við áfallaröskun (Post Dramatic Stress Disorder) eftir að hafa alist upp með þá vissu að mannkynið ætti eftir að tortíma sjálfu sér í hryllilegu kjarnorkubáli. Við sem horfðum á heimildarþátt eftir heimildarþátt um hrylling kjarnorkunnar og hvað það væri hægt að tortíma jörðinni 100 sinnum með þeim byrgðum sem þegar væru til og þrátt fyrir það væri enþá verið að framleiða meira, meira, meira.

Read the rest of this entry »


Þar malbikið svífur

Posted by jonas on September 23rd, 2006 filed in
4 Comments »

Malbikid Svifur
Þar sem malbikið svífur mun ég dansa

Loksins er platan mín tilbúin og síðan kringum hana komin í loftið.

Það er ennþá lausir endar eins og alltaf. Dreifingarmál og diskaprentun sem ég á eftir að ganga frá. Ég ákvað samt að opna vefsíðuna í síðustu viku og hefja kynningu. Hver veit kannski sel ég bara mest gegnum netið? Sjáum til.

Vinir mínir vita að þetta hefur verið langt ferli hjá mér. Á tímabili hafði ég lagt músíkina til hliðar og einbeint mér að forritun. Hinsvegar voru alltaf að koma lög og hugmyndir að fæðast sem kröfðust athygli. Á endanum varð mér ljóst að ég ætti hreinlega ekkert val og ákvað að byrja að taka efnið upp með það að markmiði að gera plötu á endanum.

Alveg frá því ég lærði fyrst á hljóðfæri hef ég samið mikið af tónlist og textum. Þegar Sólstrandargæjarnir urðu vinsælir átti ég fulla skúffu af djúpu pælingarefnin sem átti að verða þemaplata um heimsókn geimvera til jarðarinna og andlega truflanir mannfólksins. Skyndilegar vinsældir grínplötunnar og það að verða á einni nóttu þekktur atvinnumaður í rugli sló mig svolítið út af laginu og það tók mig langar tíma finna aftur þetta upprunlega element mitt. Sú saga er eiginlega mjög fyndin á köflum súrealískt og efni í margar greinar í sjálfu sér. Í dag hef ég lært að meta alla þessa reynslu mikils. Einnig þykir mér ótrúlega vænt um að lögin sem við vinirnir sömdum í Menntaskóla lifi ennþá góðu lífi og höfði ennþá til fólks. Vonandi á þessi nýja plata eftir að snerta taug í einhverjum þrátt fyrir að vera af öðru tagi.

Þegar öllu er á botninn hvolft er heiðarleikinn það eina sem lifir. Það sem er mest heiðarlegt og einlægt er mest mannlegt. “Rangur Maður” var heiðarlegt og einlægt lag samið í þynnku og þunglyndi beint frá hjartanu. Þessu hef ég reynt að fylgja líka núna þó innst inni sé maður oftast skíthræddur við einlægnina og vilji helst fela sig bak við furðuleg sánd og illskiljanlega vitsmunatexta. Ég var lengi fastur í þeirri gryfju og komst ekkert áfram. Einn daginn sló þetta mig hinsvegar með heiðarleikann og eftir það var ekki aftur snúið. Afraksturinn er að fæðast þessa daganna og það er góð tilfinning.


Blindsker

Posted by jonas on September 8th, 2006 filed in
5 Comments »

Skömmu áður en vindurinn sofnar upp á hæðunum.
Eins og morgundögginn sprettur svitinn fram.
Andartaki áður en nýr dagur kemur með póstinum.
Ákveður sólin að hylja sinn harm.

Blindsker er magnað lag. Saxafónsóló minnir svolítið á Bowie frá sama tíma. Textinn og hljómarnir hreinn Bubbi. Útsetningin sterk taktföst. Frábærar myndlíkingar og tilfinningaþrungin niðurstaða:

Öll þessi ár sem gáfu okkur það sem aðrir óskuðu sér.
Elskendur í stormi sem aldrei sáu að ástin var aðeins
Blindsker.
Blindsker.

Blindsker minnir mig alltaf á tvennt, Alþýðuskólann á Eiðum og Fáskrúðsfirðinga.

Read the rest of this entry »


Styttist í plötuna

Posted by jonas on August 27th, 2006 filed in
Comment now »

Nú styttist í plötuna hjá mér. Undanfarið hef ég klippt vídeó fyrir jonassigurdsson.com og undirbúið efni fyrir síðuna. Hérna læt ég fljóta smá forsmekk að því sem síðar verður.
Áhugavert: The merchants of cool

Posted by jonas on August 17th, 2006 filed in
1 Comment »

The Merchants of cool


Þetta er flott: WikiMapia

Posted by jonas on August 15th, 2006 filed in
1 Comment »

Útfærsla á öðru uppáhaldi mínu: Wikipedia. Núna með Google map tengingu sem gerir öllum jarðarbúum kleyft að viðhalda ofurnákvæmum staðsetningaupplýsingum á korti. Skemmtilegt.


I Spent an Interesting Evening Recently with a Grain of Salt

Posted by jonas on May 30th, 2006 filed in
Comment now »

Python er skemmtilegt. Tala nú ekki um þegar það er notað til að safna saman póstum einmanna sála á usenet.singles og framleiða síðan úr súpunni ný bréf út frá greiningu súpunnar. Þessi genereituðu bréf voru síðan póstuð á grúppuna undir tilbúnum karakter: Mark V. Shaney.


Æðislegt!

“I Spent an Interesting Evening Recently with a Grain of Salt”
Mark V. Shaney


Fletta í efni
Page 3 of 1012345...10...Last »

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us