Hærra minn guð til þín

Posted by jonas on April 30th, 2005 filed in
Comment now »

Sálmurinn sem Abraham Lincoln raulaði á dauðastundinni.

Sálmurinn sem skipshljómsveit Titanic spilaði meðan skipið sökk í sæ.

Uppáhaldssálmurinn minn.

Nearer, my God, to thee,
Nearer to thee!
E’en though it be a cross
That raiseth me;
Still all my song shall be,
Nearer, my God, to thee,
Nearer to thee.

Though like a wanderer,
The sun gone down,
Darkness be over me,
My rest a stone,
Yet in my dreams I’d be
Nearer, my God, to thee,
Nearer to thee.

There let my way appear
Steps unto Heaven;
All that thou sendest me
In mercy given;
Angels to beckon me
Nearer, my God. to thee,
Nearer to thee.

Then with my waking thoughts
Bright with thy praise,
Out of my stony griefs
Bethel I’ll raise;
So by my woes to be
Nearer, my God, to thee,
Nearer to thee.

Or if on joyful wing,
Cleaving the sky,
Sun, moon and stars forgot,
Upward I fly,
Still all my song shall be,
Nearer, my God, to thee,
Nearer to thee.

Sarah Fuller Adams (1805-48)

Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.

Villist ég vinum frá
vegmóður einn,
köld nóttin kringum mig,
koddi minn steinn,
heilög skal heimvon mín.
:,:Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.

Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.

Árla ég aftur rís
ungur af beð.
Guðs hús á grýttri braut
glaður ég hleð.
Hver og ein hörmung mín
hefur mig, Guð, til þín,
hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.

Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.

Þýðing Matthías Jochumsson 1893

 


Wonderfull Iceland

Posted by jonas on April 23rd, 2005 filed in
Comment now »

The reason for hereness seems beyond conjecture,
There are no trees or trains or architecture,
Fruits and greens are insufficient for health,
And culture is limited by lack of wealth,
The tourist sights have nothing like Stonehenge,
The literature is all about revenge.
And yet I like it if only because this nation
Enjoys a scarcity of population.

-W.H.Auden, Letters from Iceland


The rise of modern sweatshops

Posted by jonas on April 15th, 2005 filed in
Comment now »

http://www.zdnet.com.au/news/business/0,39023166,39167629,00.htm

Nýtísku frystihús?


Ævintýri og upptökur

Posted by jonas on April 2nd, 2005 filed in
Comment now »

Studio Birkeland

Rikki & Fjölskylda var sótt heim á dögunum og mikil upptökusession ástunduð í Birkilandshlljóðverinu. Þessi á milli þömbuðum við kaffi og rifjuðum upp gamla tíma. Magnaður tími sem mun seint renna úr minnum.

myndbandið


Nýsköpun ársins

Posted by jonas on April 2nd, 2005 filed in
Comment now »

Eldaðu Fondue með vinum þínum með hjálp fartölvunnar og nýja USB fondue pottinum. Styður USB2.0 en getur aðeins brætt súkkulaði og ost vegna takmarkaðra orkugetu USB2.0 staðalsins. USB3.0 uppfærsla mun gera kleyft að sjóða kjöt og djúpsteikja rækjur.

http://www.thinkgeek.com/stuff/41/fundue.shtml


Endurfundir II

Posted by jonas on March 26th, 2005 filed in
Comment now »

Esther & Tommi og stuðfjölskyldan
Gaman að fá gesti yfir sem maður hefur ekki séð lengi.


Saga 20. aldar með augum Dana

Posted by jonas on March 24th, 2005 filed in
Comment now »

Þjóðargersemin mr. Andrésönd Margrét Sól er greinilega farin að læra sögu hérna í skólanum sínum. Nýlega fór hún að fræða mig um það að það hefði einu sinni verið stríð í Danmörku. Þar hefðu verið þýskarar á ferð sem hefðu ráðist inn í landið vegna öfundar yfir H.C. Andersen. Skáldið hefði síðar ort ljóð um fegurð Danmerkur og þá hefðu Þjóðverjar séð villu síns vegar og látið af þessari vitleysu.

Svo er verið að tala um söguskoðun Japana.


Enn af hetjum: Robert Bigelow

Posted by jonas on February 27th, 2005 filed in ,
Comment now »

Mr. Bigelow er milljarðamæringur sem byggði upp veldi sitt með fasteignabraski í Las Vegas í einum tilgangi: Að geta síðar ræktað áhuga sinn á geimnum og geimrænum fyrirbærum. Hann er einn helsti styrktaraðili UFO og geimverurannsókna víðsvegar. Hann hefur sjálfur, prívat og persónulega gert samning við NASA um aðgang að patentum þeirra og er að byggja geimstöð, verðandi geimhótel sem slær öllu við sem Rússneskir og Bandarískir geimvísindamenn höfðu látið sig dreyma um að gera.

Í dag er hann að veðja kringum 37 milljörðum að honum muni takast ætlunarverk sitt að koma geimhóteli í gagnið innan 2-3 ára.

Og tilvitnun eins og þessa heyrir maður ekki á hverjum degi:

“But you know,” he says, “the faint of heart never won a fair maiden, never won wars.” Besides, “I think what we’re doing has some national value, win or lose.” That notion is a powerful motivation for Bigelow, says Gibbs, his patent attorney: “He feels like the United States should be taking the lead in this and that we really need to get more private industry involved if we’re going to jump forward with any real spectacular moves.”

“Where’s the inspiration in America?” Bigelow asks. “If you asked 50 people or 500 people, ‘What is America’s inspiration today?’ what would they say? To win the war in Iraq? That doesn’t create a dream in some kid’s mind. An inspiration has to be something you carry with you 24/7.”

Halelúja!

Grein um Bigelow á vefsíðu Popular Science


Af sjón og vísindakirkju

Posted by jonas on February 26th, 2005 filed in
Comment now »

Undanfarið hef ég verið að hallast að nýrri kenningu. Að sjóntap sé eingöngu tilkomið sökum þess þegar maður dvelur langdvölum í hausnum á sjálfum sér í stað þess að gæta að umhverfinu. Þegar ég hjóla eða skokka heim úr vinnunni gegnum skóginn minni ég sjálfan mig á að beina athyglinni að umhverfinu, trjánum, gróðrinum eða himninum í stað þess að sökkva mér í svalandi draumaheima og pælingar. Það getur reynst hægara sagt en gert og þá tek ég oft einmit eftir því hversu illa ég sé orðið smáatriði í umhverfinu.

Þannig komst ég að þeirri niðurstöðu að þar sem ég hef dvalið þvílíkum langvistum í hausnum á sjálfum mér hefur undirmeðvitundin minnkað verulega reikniafl sjónstöðvanna þar sem upplýsingarnar frá þeim fá nánast aldrei athygli meðvitundarinnar.

Ég veit ekki hvort þessi kenning stenst vísindalegar úrtölur og sýnist nú reyndar í fljótu bragði að svo sé alls ekki. Ég mun þó hinsvegar beita fyrir mig þrætikeflisbragði L. Ron Hubbard og svara í engu gagnrýnum spurningum heldur saka spyrjendur um móðursýki, alheimssamsæri og lögsækja bara ef þannig liggur á mér.

Síðasta vetur tók ég mig einmitt til og heimsótti Vísindakirkjuna hér í bæ reglulega til að kynna mér innviði þessa fyrirbæris. Niðurstöður þeirrar rannsóknar væru alveg efni í langa grein hér á síðuna. Þó má í stuttu máli draga þær saman þannig að eftir nokkrar heimsóknir og viðtöl fékk ég þann úrskurð að ég væri snillingur og þess vegna gengi mér stundum erfiðlega að eiga samskipti þarna úti á meðal lýðsins.

Það voru vitanlega óvænt en ánægjuleg tíðindi eins og hægt er að geta sér til um. Þá var ég fræddur um það að í söfnuði þessum væru hisnvegar eingöngu samskonar snillingar og það eina sem ég þyrfti til að komast í hópinn væri að gangast undir hreinsunarmeðferð þeirra. Hreinsunareldur þessi samanstóð af vítamínum, steinefnum, langsetum í gufubaði, viðtölum og frekari greindarvísitöluprófum til að staðfesta ótrúlegar gáfur mínar.

Þetta var náttúrulega afar spennandi og ekki spillti að meðferð þessi var allt á sérstöku tilboði og hefði ekki kostað mig nema 300-400 þúsund eða svo (ÍSK). Mér var þó bent á það að þetta væri ekki mikið pr. mínútu sem líklega er alveg rétt. Sérstaklega í ljósi þess að umræddur hreinsunareldur ku vera svo kyngimagnaður að hann hreinsar allt frá geislavirkni til leiðinlegra minninga úr kroppnum og hefur víst gefið góða raun á einhverjum spítala í Úkraínu.

Það undrar mig þó ekki að þessi hugmyndafræði (Vísindakirkjan) eigi upp á pall í Hollywood og víðar hvar Tom Cruise og John Travolta hafa meðtekið fagnaðarerindið. Egóið er sterkt afl sem auðvelt er að vanmeta. Ég verð allavega að viðurkenna að þeir náðu mér smá stund með þessu snillings-tali þangað til ég kom heim og fór að lesa um það á netinu hvernig þetta trúfélag höfðaði einmitt beint til hégómagirndar fólks og nær því þannig.

Alltaf lærdómsríkt að láta opinbera eigin hégómagirnd.

Þessar rannsóknir hafa þó dregið þann dilk á eftir sér að varla er friður á heimilinu fyrir hringingum safnaðarins sem ætlar greinilega ekki að láta villuráfandi sauði sleppa úr réttum sínum. (þ.e. þá sem enn eru ofurselda hinum ‘reactive’ heila sem er uppspretta alls ills í heiminum)

Ég mun hinsvegar beina sjónum mínum til himins að skýjunum og tjátoppunum næstu mánuði.

Vantar einhverjum notuð gleraugu?


Ævintýraheimur Microsoft – Breaking news !!!

Posted by jonas on February 24th, 2005 filed in
Comment now »

Halelúja! Til þjónustu reiðubúin.

Nú getur maður loks andað léttar.


Fletta í efni
Page 5 of 10« First...34567...10...Last »

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us