Ánægjulegir endurfundir

Posted by jonas on February 24th, 2005 filed in
Comment now »

Vinir í Köben
Mikið er alltaf gaman að fá góða vini í heimsókn þegar maður býr svona í útlöndum.


Ævintýraheimur Microsoft – In memoriam

Posted by jonas on February 12th, 2005 filed in
Comment now »

Gapandi tómið

Þar sem áður var blómlegasta cappuccino vél Danmerkur hvar út runnu lindar af ilmandi kaffi og flóaðri mjólk blasir nú aðeins við gapandi tómið. Við göngum hljóð framhjá gapinu og reynum að tala ekki mikið um söknuðinn sem fyllt hefur hjörtu vor og huga. Einhverjir tala um endurkomu en fæstir þora að gera sér miklar vonir svona eins og til að verja sig vonbrigðum.

 


Af reglum okkar heims

Posted by jonas on December 26th, 2004 filed in
Comment now »

Averroes (1126-1198) var merkilegur hugsuður sem benti réttilega á það hvernig guð væri sjálfur bundinn þeim sömu leikreglum og hann hefði sett heiminum upphaflega við gangsetninguna. Hugmynd hans var nefnilega sú að ekki einu sinni Guð gæti gæti útbúið þríhyrning sem hefði ekki 180° sem summu samanlagðra gráða allra horna sinna. Því mætti segja að í öllum heimum þar sem stuðst er við fyrirbærið þríhyrning sem hugmyndafræðilegt concept er þegar búið að fastsetja reglurnar sem fyrirbærið lýtur.

Í hinni stórskemmtilegu bók Carl Sagans: Contact er hann einmitt mikið að leika sér með að vísindinn gætu sannað tilvist guðs með því að finna undirskrift hans einhverstaðar í djúpt vísindalegri grundvallarreglu mælanlegs fyrirbæris. Contact endar á því að vísindakonan snjalla finnur endurtekið pattern falið djúpt í óendanlegri aukastafarunu PÍ. Slíkt pattern gæti því aðeins verið til sem undirskrift guðs og staðfesting á að heimurinn hefði verið búinn til en ekki bara *orðið* til. Eins og með þríhyrningin myndu sömu reglur gilda um hringinn í öllum heimum/víddum sem hefðu fyrirbærið hring. Um leið og fyrirbærið hringur væri til staðar fylgdu reglurnar með og þar með PÍ.

Þannig að þó guð myndi gjarnan vilja búa til hring sem ekki myndi lúta reglum PÍ hlutfallsins þá gæti hann það ekki. Reglurnar eru skrifaðar endanlega í umgjörð okkar heims.

Að hugsa sér heim þar sem ekki vætu til hringar, kassar eða ferhyrningar og ekkert PÍ er svolítið erfitt fyrir takmarkaða mannlega heila eins og okkar sem eru svo rammlega takmarkaðir af víddum rúmskynjuninnar + tíma.

Þannig eru líka skynfæri okkar miðuð við þetta, þ.e. það að skynja þessa rúmskynjun ásamt tíma. Charles Darwin geymdi bók sína um þróun kenninganna nánast kláraða ofan í skúffu í mörg ár áður en hann gaf hana út. Ástæðan var einföld röksemd sem alltaf angraði Darwin og hann fann aldrei svar við: Þróunarkenningin getur auðveldlega rökstutt hvernig fyrirbæri eins og auga getur þróast og orðið betra en við getum ekki með þróunarkenningunni skýrt hvernig fyrsta augað varð til. Eyra þróast ekki í að verða auga. Mynd verður ekki hljóð. Það ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir. Þannig vantaði alltaf í kenninguna hvernig þetta upphaflega takmarkaða úrval skynfæra kom til.

Genasystemið okkar geymir viðlýka þraut. Með rannsóknum á starfsemi DNA getum við séð hvernig erfðir eiginleika í líkama okkar virka. Hinsvegar getum við ekki skýrt hvernig upphaflega DNA-plaftormið varð til. Með því á ég við reglurnar sem DNA systemið lýtur og hagara sér samkvæmt. Þessar sömu reglur og hafa verið til alveg frá upphafi og voru til staðar í frumstæðustu DNA samsetningunni rétt eins og í dag.

Enn og aftur að hugbúnaði. Æðsta markmið í hugbúnaðargerð væri að búa til hugbúnað sem gæti fjölfaldað og betrumbætt sig. Vandamálið er fyrst og fremst að við höfum ekki ennþá getu til að búa til slíkan meta-hugbúnað, þ.e. hugbúnað um hugbúnaðargerð. Ef við skoðum lífið frá þessu sjónarhorni mætti maður spyrja sig til hvers við þurfum eiginlega að finna endurtekið pattern í aukastafarunu PÍ til að sanna það að heimurinn hafi verið búin til að vitsmunafyrirbæri en ekki af handahófi. Liggur það ekki einmitt í reglum heims okkar sem einmitt sjálfar eru innbrenndar inn í heiminn, óbreytanlegar eins og skipanasett örgjörvans í tölvunni þinni sem gegnir hlutverki ‘plaftorms’ fyrir allt annað að keyra á. Samlíkingin við örgjörvann er líka góð að því leyti hvernig hugbúnaður rammast algjörlega inn af þeim eiginleikum sem brenndir eru enndanlega inn í hönnun örgjörvans sem honum er ætlað að keyra á. Rétt eins og rúmfræðin og tíminn eru endanlegir óbreytanlegir fastar okkar veruleika.

Má þá ekki álykta að vísindin hafi þegar sannað tilvist guðs með eigin tilvist?

Eftirmáli:
Ég veit ekki hvort það gerir mér gott að fást við þetta viðfangsefni. Nóttina eftir að hafa skrifað þetta vaknaði ég upp í svitabaði við draumfarir um líf eftir dauðann í heimi sem ekki hefði tíma, rúm, hvorki þríhyrninga né ferninga. Eitthvað sem rúmskynjunaregóinu þykir greinilega mjög óþægileg tilhugsun. Nema þá að þetta hafi verið raunverulega verið skilaboðin frá geimverunum sem ég bíð ennþá eftir síðan ég missti af rútunni upp á Snæfellsnes um árið.


The Making of the Atomic Bomb

Posted by jonas on December 20th, 2004 filed in
Comment now »

In The Making of the Atomic Bomb, Richard Rhodes notes that the psychological profiles of pioneering American physicists are remarkably similar. Frequently the eldest son of an emotionally remote, professional man, he–almost all were men–was a voracious reader during childhood, tended to feel lonely, and was shy and aloof from classmates.


Úr Skjalasafninu – Bikini Jól

Posted by jonas on December 19th, 2004 filed in
Comment now »

Af allri sýrunni sem Sólstrandargæjarnir gáfu út á þeim stutta tíma sem hljómsveitin starfaði þykir mér alltaf einna vænst um jólalagið súra: Bikini-Jól.  Pólitískt háð vafið í fáránlegar pakkningar sem fæstir föttuðu um hvað snerist eða lásu mikla kynþáttaforóma út úr öllu saman.

Yrkisefnið var nefnilega Bikini eyjur sem Bandaríkjamenn notuðu til að gera tilraunir með kjarnorkuvopn frá júní 1946 til ágúst 1958.  Á þessu tímabili sprengdu þeir 67 tilraunasprengjur við eyjurnar og leystu úr læðingi samtals  108 megaton sem samsvaraði kringum 7000 Hirosima sprengjum.

Infæddir eyjarskeggjar höfðu samþykkt að yfirgefja eyjurnar tímabundið að beiðni Bandaríkjamann sem sögðust vera að gera tímabundnar tilraunir með tækni sem myndi vera til góðs fyrir allt mannkyn og binda enda á allar styrjaldir heimsins.  Þetta þótti eyjarbúunum vera göfugur málstaður og  stutt burtvera þeirra frá heimaeyjum sínum væri lítið vandamál ef gagnast gæti mannkyni öllu.

Það þarf væntanlega ekki að taka fram að þeir gátu aldrei aftur flutt til heimkynna sinna.  Fastir á framandi eyjum þar sem þeir gátu ekki lengur veitt sér til matar eins og áður urðu þeir háðir matarsendingum bandaríkjamanna meðan þeir biðu og biðu og biðu eftir því að fá að komast aftur heim eins og um hafði verið talað.   Geislavirkni á eyjunum eftir allar sprengingarnar er ennþá langt yfir hættumörkum.

Kringum jólin 1995 voru væntanlegar tilraunaspreningar Frakka á Mururoa mikið í umræðunni og urðu í raun kveikjan að laginu.  Fáránleikinn endurtekur sig.  Kunta Kinte afríkunegrinn í tinnabókunum endurspeglar sýn okkar á frumbyggja eins og þá sem byggja svona eyjaklasa sem alltaf hafa farið halloka undan samskiptum við okkur “þróðuðu” löndin.

Þegar ég heyri þetta spilað fyrir jólin öðru hverju get ég ekki annað en brosað.  “Eyjabúarnir lýsa upp eyjuna”  — sumt í þessum heimi er svo fáránlegt að það er bara hægt að snúa því upp í frekari sýru.  Var það ekki þannig einmitt sem súrrealismi varð til?

Þarna um jólin ’95 vorum við félagarnir í Sólstrandargæjunum nefnilega algjörlega búnir að missa sjónar á upphaflega partýinu og farnir að lifa af því að spila á böllum og vorum núna komnir á næsta level sem Íslensk ballhljómsveit, þ.e. að fá sponsor.  Bikini-jól var upphfalega tekið upp sem útúrsnúningur á Coca-Cola jólalaginu og átti náttúrulega að selja þeim á plötuna og fá spons þannig.  Sem betur fer höguðu öfl þessa heims því þannig að úr þeim samningum varð ekki svo ekki gat orðið úr þessari fríkuðu áætlun um sinn.   Komnir út í horn með lagið og jólaplötuna neyddumst við til þess félagarnir að brainstorma aðeins og komum upp með hugmyndina um jólahald á Bikini eyjum.  Sluppum laglega fyrir horn þar eftir á að hyggja.

Til að fræðast meir um Bikini eyjur og Mururoa:
http://www.nuclearclaimstribunal.com/testing.htm
http://www.bikiniatoll.com/
http://www.globalsecurity.org/wmd/world/france/mururoa.htm

Hlusta á Bikini-Jól


Úr skjalasafninu II — Ofskynjunarkonan

Posted by jonas on December 17th, 2004 filed in
Comment now »

Ofskynjunarkonan

Ofskynjunarkonan kann að kveikja bál,
Plasthúðaðar ofurbrækur draga mig á tál.
Hitnar nú í kolum, blása vindar ástríðu um sængurföt,
Svífur burt í algleymi uns eftir standa rökfræðileg ragnarrök.
Uhuuu!

Hlust


Upp úr heilabúinu

Posted by jonas on December 3rd, 2004 filed in
Comment now »

Ég mun aldrei gleyma plakatinu á veggnum í kaffistofu Suðurvarar saltfisksumarið mikla 1988.   Með sambandslógóið í forgrunni og hraustlegan sjómann eins og appelsínugult tré blóðgandi vænan þorsk upp á dekki.  Þar undir var slagorðið okkar.  Sameiningartákn okkar sem drukkum kaffi í storknuðuð sófasetti og vonuðum að 15 mínúturnar sem við höfðum í pásu myndu vara að eilífu.  Mission statement saltfisksölu Sambandsins á erlendri grundu ristað engilsaxneskum rúnum:

"The sea gives us the fish, but our pride makes it better.  We are SAMBANDIÐ!”


Forritunarljóð

Posted by jonas on November 26th, 2004 filed in ,
Comment now »

Ég hef lengi verið að spá í ljóðum og textum byggðum á forritunarmálum. Orð byggð á hugtökum og hugmyndum sem standa fyrir utan reynsluheim venjulegs fólks. Getur slíkur texti samt vakið upp tilfinningar?

public class God
{
  public constructor()
  {
    self = new God() //infinite recursive creation
  }
  
  public God pray(Human h)
  {
    return self < h
  }
}


Ævintýraheimur Microsoft

Posted by jonas on November 24th, 2004 filed in
Comment now »

Líd-forritarinn í grúppunni minni eignaðist barn í fyrrinótt. Það stoppaði hann þó ekki frá því að kíkja aðeins á okkur í gær og teikna nokkrar UML kerfisteikningar á eina af töflunum í skrifstofunni okkar. Í dag kíkti hann aftur og í hádeginu spurði ég rússneska gagnagrunnsérfræðingin okkar hvernig væri með lídinn okkar, hvort hann væri ekki í barneignarfríi? Það stóð ekki á svörum frekar en vanalega þar á bæ: “I mean, what is he going to do hanging out in the hospital? They don't even have wireless network there!!”


Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka

Posted by jonas on November 24th, 2004 filed in
Comment now »


Matti vaknaði í gærmorgun og fór að segja mér að hann hafi laumast út um nóttina og skroppið til Svíðþjóðar. Hann hafði hitt Arthúr vin sinn úr leikskólanum á leiðinni og þeir hefðu skellt sér til Svíðþjóðar með lestinni og lent þar í miklum bardögum við skrýmsli og Ninja Turtles upp úr nærliggjandi klóaki. Hann hefði síðan komist fótgangandi heim og skriðið aftur upp í rúm án þess að við tækjum eftir því.

Magnað hverju þessi börn geta tekið upp á.


Fletta í efni
Page 6 of 10« First...45678...Last »

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us