Hetja no1. Neil Armstrong

Posted by jonas on November 13th, 2004 filed in ,
Comment now »

Hetja no1. Neil Armstrong er uppáhaldshetjan mín. Sem krakki þreyttist ég aldrei á því að skoða myndir af honum og félögum hans í áhöfninni á Apollo 11. Þá fannst mér þetta bara eitthvað svo heillandi. Svo magnað og spennandi. Það var ekki fyrr en síðar að mér fór að skiljast hversu ótrúlegt tæknilegt og verkfæðilegt þrekvirki hér var um að ræða svo ekki sé nú talað um hugrekkið sem þessir menn sýndu með því að leggja af stað í þennan leiðangur.

Greyið Neil hefur líklega verið hálf órólegur þennan dag því það var ekki nóg um það að hann hafði þurft að handstýra tunglfarinu til að lenda ekki ofan í grýttum gíg sem höfuðstöðvunum hafði yfirsést við áætlaðan lendingarstað. Honum tókst að lenda tunglfarinu en hafði eytt meira eldsneyti en reiknað hafði verið með fyrir lendinguna. Vitandi það að ef þeim mistækist að koma tunglfarinu aftur á loft hafði NASA skipulagt neyðaráætlun þar sem gert var ráð fyrir að loka fyrir öll samskipti við tunglfara til að þurfa ekki að hlusta á líf þeirra fjara út. Það var fyrirfram vitað að það yrði engin möguleiki á því að koma hjálp til þeirra í tæka tíð ef þeir kæmust ekki á loft af sjálfsdáðum.

Það var því kannski ekki nema von að hann færi vitlaust með frasann sem hann hafði æft svo oft á leiðinni þegar hann loks steig fæti sínum niður á tunglið. Hann gleymdi óvart einum óákveðnum greini sem breytti merkingu orða hans þó töluvert. "That's one small step for man, one giant leap for mankind."

Neil Armstrong tók þessa ljómandi mynd af Buzz Aldrin vini sínum


Mætti maður kannski biðja um meira af stórhuga afrekum mannkindar og minna af slátrun og hörmungum meðbræðranna.


Síðan eru það auðvitað alltaf vitringarnir sem halda því fram að þetta hafi allt verið blekking. Pælingar og skemmtilegar uppákomur tengdar því má finna hér, hér og hér.


Upptökur úr skjalasafninu

Posted by jonas on October 31st, 2004 filed in
Comment now »

Stefán & Nasaret Jónas og Stefán Örn hittust í janúar 2004. Kveikt var á upptöku með innbyggðum fartölvumíkrafón. Fyrri hugmyndin er orðin að lagi sem á framtíðina fyrir sér. Sorglega lagið bíður örlaga sinna á biðstofu minninganna.

Af óbærilegum tómleika sálarlífsins
Það er alltaf einhver sorglegri en þú


Líkingar – einfaldanir.

Posted by jonas on October 31st, 2004 filed in
Comment now »

Það er merkilegt með mannsheilann hvernig hugsun okkar og skilninur byggist á því að opna fyrir viðfangsefnið með líkingum og einföldunum. Einn allrastærsti akkelesarhæll mannsins sem og mannkynsins í heild er hversu langan tíma það tekur okkur að miðla upplýsingum. Tölvur miðla upplýsingum sín á milli með hraða ljóssins. Móttakandinn notar villutékk á sínum enda til að ganga úr skugga um að upplýsingarnar hafi komist 100% rétt til skila. Ef svo er ekki biður hann um að allt klabbið sé endursent. Gæti maður séð það fyrir sér gerast í samsksiptum okkar mannanna? Venjulegur maður þarf að ganga í nám frá 6 ára aldri til allt að 25-30 ára aldri til að ná tökum á ákveðinni einstakri sérhæfðri þekkingu samfélagsins. Þetta er ótrúleg takmörkun okkar sem endurspeglast í öllu hátterni mannsins. Hver er síðan nýtingin. Ætli það sitji ekki eftir 0,5% af upplýsingunum sem sendar eru yfir skynjunarpípurnar á þessu tímabili. Í mesta lagi. Hugsanlega aðeins meira á undirmeðvituðu plani, 2-3%.

Það er ekki einu sinni svo að það sé nóg að senda upplýsingarnar frá sér með hinum ógnvænlega óáreiðnalegum prótókol tungumálinu (guð hjálpi þér ef ekki er um að ræða móðurmál mótakanda/sendanda), heldur þarf líka að opna fyrir skilning móttakandans með notkun líkinga og einfaldanna. Stærðfræðikennari sem koma þarf til skila flóknum formúlum gæti þess vegna gripið til þess að líkja formúlunum við aðrar einfaldari formúlur sem nemendur hafa lært áður eða grípur til þekkts dæmi (ferli/patterns) úr veruleika nemandans sem hægt er að nota til að auðvelda lærdóminn.

Ég man t.d. alltaf hvernig systir mín hjálpaði mér sem littlum strák að nota minna-en og meira-en merkin í stærðfræðinni. Hún setti þetta upp sem svo að merkin ( ) endurspegluðu í raun munninn á PacMan, aðalhetju samnefnds leiks sem þá fór sigurför um spilasali heimsins. Eina sem ég þyrfti að gera væri að teikna hring utan um munninn og þá var ég kominn með PacMan. Síðan væri það augljóst að PacMan vildi alltaf borða stærstu töluna og þess vegna snéri opni munnurinn að henni. Eftir þetta vafðist aldrei fyrir mér að vinna með þessi merki í stærfræðibókinni minni.

Þarna komum við líka að stóra vandamáli okkar mannanna sem er það að við eigum afskaplega erfitt með að gera okkur eitthvað í hugarlund sem ekki er hægt að líkja við eitthvað í okkar þekkta veruleika. Með þetta í huga verður afrek Einsteins að hugsa upp afstæðiskenninguna ennþá merkilegra þar sem það er einmitt lógík sem var upphugsuð án þess að styðjast við ákveðið fyrirbæri í raunveruleikanum sem endurspeglar hugmyndina í einfaldari mynd. Tölva á hinsvegar ekki í neinum erfiðleikum með að vinna út frá fyrirbærum sem enga hugmyndafræðilega stoð eiga sér í raunveruleikanum en þá komum við einmitt að takmarkandi þætti tölvunnar sem er nefnilega mannsheili forritaranns.

Gott dæmi um þetta með líkingar úr veruleikanum og hvernig forritari á erfitt með að vinna með fyrirbæri sem ekki passa við raunveruleikann eru fjölvíða fylki. Í nútíma hugbúnaði eru engin sérstök takmörk því sett hversu margar víddir hægt er að nota við fylkjavinnslu en oftast forðast menn það eins og heitan eldinn að nota mikið meira en tvívíð fylki nema í sérstökum aðstæðum. Ástæðan er einföld, um leið og víddunum fjölgar missir einstaklingurinn sem skrifar forritið eiginleikann til að sjá fyrir sér hvernig forritið muni virka. Þegar unnið er með einvítt fylki er einfaldlega hægt að sjá fyrir sér röð. Tvívítt fylki líkist korti eða x,y hnitum sem auðveldlega má sjá fyrir sér. Þrívítt fylki sleppur ennþá þar sem hægt er að fara í x,y,z rúmskynjun en um leið og við bætum við fjórðu víddinni má eiginlega segja að forritarinn ætti að finna sér aðra aðferð til að geyma gögnin því hann geti ekki lengur séð fyrir sér hvað hann sé að gera.

Þessu vandamáli standa eðlisfræðingar dagsins frammi fyrir í dag þar sem heimsmynd þeirra samanstendur af sívaxandi fjölda vídda sem færri og færri einstaklingar hafa möguleika á að sjá fyrir sér eða gera sér í hugarlund hvernig í ósköpunum geti tengst raunveruleika okkar. Það er því ekki skrýtið að flestir séu hættir að sjá muninn milli nýjustu kenninga eðlisfræðinnar og vísindaskáldskapar.

Það er mjög líklegt að maðurinn sé því kominn að ákveðnum endimörkum skilningarvita sinna og eiginleika til að skilja alheiminn. Eina sem geti gerst héðan í frá sé það að við einbeitum okkur að því að fullkomna sköpunarverkið okkar, tölvurnar og bíðum síðan eftir því að þær öðlist eiginleika til að stúdera þessa hluti því þær verða augljóslega margfalt hæfari til að gera uppgvötanir á þessu sviði og skilja reglurnar þegar þær munu hafa öðlast getuna til að greina ferli niður í þekkingu og að mynda nýja þekkingu út frá ímynduðum ferlum. Mörgþúsund bita tölva sem gæti sjálf endurbætt eigin hugbúnað og sannreynt ályktanir gæti ábyggilega komist að merkilegri niðurstöðu vinnandi á þeim gögnum sem þegar eru til um algeiminn okkar.

Sagði einhver 42????


Sigurðsson & Jónasson

Posted by jonas on October 16th, 2004 filed in
Comment now »

Sigurðsson & Jónasson kynna. Glænýjar tónsmíðar úr hljóðverinu.
Jónas Sigurðsson: Gítar
Matthías Máni Jónasson: Munnharpa
Hlusta á lag


JFK mælti spaklega

Posted by jonas on October 3rd, 2004 filed in ,
Comment now »

September 12, 1962

“But why, some say, the moon? Why choose this as our goal? And they may well ask why climb the highest mountain? Why, 35 years ago, fly the Atlantic? Why does Rice play Texas?

We choose to go to the moon. We choose to go to the moon in this decade and do the other things, not because they are easy, but because they are hard, because that goal will serve to organize and measure the best of our energies and skills, because that challenge is one that we are willing to accept, one we are unwilling to postpone, and one which we intend to win, and the others, too.

It is for these reasons that I regard the decision last year to shift our efforts in space from low to high gear as among the most important decisions that will be made during my incumbency in the office of the Presidency. “


Ást hennar er fáránleg

Posted by jonas on September 17th, 2004 filed in
Comment now »

Líkami hennar

reyndist léleg

eftirprentun

af lífinu.

Sló reyndar

raunveruleikanum

við

í vinsældum.

Þú leitar og leitar en finnur ekkert betra svar.

Lifir á tímum

þar sem eftirprentanir

dæma

frumritin.

Lífvana syrpurnar

fæðast út úr

hátalara

stæðunum.

Þú leitar og leitar en semur ekkert betra lag.

Ást hennar

er fáránleg

á myndbandi.


Nasaret mælir með www.prwatch.org

Posted by jonas on September 8th, 2004 filed in
Comment now »

www.prwatch.org

Shortly after the September 11, 2001 terrorist hijackings, the Pentagon hired the Rendon Group to orchestrate sympathetic media coverage around the globe, including Muslim countries. The firm has worked for the government of Kuwait since the Persian Gulf War. In the 1990s, the CIA hired the Rendon Group to wage a public
relations war against Saddam Hussein. … Rendon helped create and promote the Iraqi National Congress, the exile group headed by Ahmed Chalabi.” The PR firm has come under scrutiny again, for receiving more than $14,000 of Massachusetts' anti-terrorism funds to videotape a state police graduation ceremony in August 2002.

SOURCE: Boston Herald, September 2, 2004

More web links related to this story are available at:http://www.prwatch.org/spin/September_2004.html#1094097603


Hausinn á okkur er magnaður

Posted by jonas on September 2nd, 2004 filed in ,
Comment now »

Kannastu við þetta?

Þú ert að rifja upp gamla tíma með vini þínum. Hann spyr þig “Manstu ekki eftir Billa Borgar?”. “Hmm?” , hváir þú, “Billa?”. “Já, þessum sem brann inni við að bjarga kettinum sínum”. “Já, auðvitað, honum! Hann var magnaður. Manstu þegar xxxx og yyy?” “Já! ,það var frábært og zzz, xxx og yyy. hahahaha. Algjör snilld!!!”

Hvað er að gerast þarna?

Minningarnar eru geymdar í kippum í hausnum rétt eins og tölva myndi gera þar sem um væri að ræða multi-level cache. Um leið og minningin um Billa var komin í efsta vitundarastigið fylgi með í kippunni fullt af öðrum minningum tengdar þessari í tíma og merkingu líkt og um væri að ræða ofursnjallan lestrarbuffer á hörðum diski.


Blekking aldarinnar

Posted by jonas on September 2nd, 2004 filed in ,
2 Comments »

Allir sem hafa reynt að hætta að reykja, grenna sig, naga neglurnar, skamma krakkana sína, drekka of mikið, bora í nefið, vakna fyrr á morgnanna, stunda hugleiðslu, endast í líkamsrækt og guð má vita hvað geta vottað það að hugmyndin um “frjálsan vilja” á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Frjáls vilji er blekkingin sem gerir okkur óhamingjusöm.


Brúðkaup Jóhanns og Erlu Sóleyjar

Posted by jonas on August 22nd, 2004 filed in ,
Comment now »

Flutt við brúðkaup Jóhanns Grétarssonar og Erlu Sóleyjar 22.ágúst 2004

Jóhann Grétarsson og Erla Sóley á brúðkaupsdaginn 21.ágúst 2004

Mig langar að segja nokkur orð við þetta hátíðlega tilefni. Það vill nefnilega þannig til að við Jóhann erum bernskuvinir. Það má eiginlega meira að segja kalla það frumbernskuvinir því við erum jafnaldrar og ólumst upp saman í Þorlákshöfn. Jóhann var fyrsti vinurinn sem ég eignaðist í leikskólanum og höfum við því brallað heilmikið og fjölbreytt saman gegnum tíðina. Mig langar því að gefa ykkur sem ekki þekkið sögu brúðgumans littla nasasjón af bakgkrunni hans og ekki síður persónu Jóhanns og kostum þeim sem hafa einkennt hann alla tíð.

Ég veit að það hljómar ótrúlega fyrir þau ykkar sem þekkið Þorlákshöfn ekki af öðru en að vera eitt fallegasta bæjarstæði Íslands. Já, merkilegt nokk því þegar við Jóhann vorum að alast upp í Þorlákshöfn var þetta ekki sú blómstrandi vagga Íslenskrar menningar sem við þekkjum í dag. Þvert á móti var þetta samfélag sem var algjörlega byggt á sandi. Þarna í miðri sandauðninni hafði einhverjum hugkvæmst að væri gott að hafa höfn og gera út báta og gáfu þeir sömu lítið út á fegurðarsjónarmið eða hvort hægt væri að hengja upp þvott án þess að að allir vasar og glufur flíkanna fylltust af sandi. Það var nefnilega svo á þeim tíma að þeir faktorar sem réðu staðsetningu bæjarstæða voru fyrst og fremst hvort á staðnum væru sæmilegir hafnarmögeikar og möguleiki á því að verka saltfisk einhvernvegin. Þorlákshöfn stóðst þessar kröfur með miklum sóma.

“Á sandi byggði heimskur maður hús” sungu börnin í leikskólanum í Þorlákshöfn merkilegt nokk en jaxlarnir sem byggðu upp þorpið á sjötta og sjöunda áratugnum annað hvort heyrðu aldrei þessa alþýðuvisku flutta eða blésu einfaldlega á slíkar úrtöluraddir. Nei, fullir bjartsýni vöknuðu þeir á morgnanna við notalegan niðin í sandinum blásandi málningunni af húsum þeirra og keyrðu síðan með börnin í leikskólann á sandblásnum bílum sínum glaðir og reifir í bragði yfir því að vera frumbyggjar, byggjandi upp þorpið sitt. Þorpið þeirra sem var að rísa upp úr engu og yrði blómleg byggð þegar fram liðu stundir.

Þarna kynntumst við Jóhann. Á leikskólanum í Þorlákshöfn. Þar sem börnin léku sér í sandi og borðuðu sand í einum risastórumm sandkassa. Þarna var um að ræða viðlagasjóðshús sem komið hafði með skipi ásamt 36 öðrum viðlíka einingahúsum og hent hafði verið upp á nokkrum dögum í gosinu ’73. Þá hafði verið hent inn á lóðina nokkrum gömlum rafspennuvírakeflum, 2 rólum, fullt af skóflum því nógur var sandurinn og opnaður leikskóli. Þarna urðum við Jóhann vinir og það fór fljótlega ekki á milli mála að við vorum stórhuga ungir menn. Eitt fyrsta verk okkar saman var að skipuleggja “Flóttann mikla” úr leikskólanum því við höfðum öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa heldur en að moka sandi úr einni fötu í aðra allan liðlangan daginn. Við höfðum nefnilega fengið þá mögnuðu hugmynd að halda ball í Félagsheimilinu. Það þótti okkur mikið þarfaþing að haldið yrði alminnilegt ball fyrir börnin í bænum og sáum við ekkert til fyrirstöðu að hrinda því í framkvæmd ef bara við kæmumst út fyrir girðingu leikskólans. Félagsheimilið var nefnilega merkilegt fyrirbæri í augum okkar krakkana á þessum tíma. Stór steypuklumpur í miðjum bænum þar sem óklippt steypujárnin stóðu marga metra út úr öllum endum svo helst minnti á kastala hauskúpumannsins í He-Man þáttunum. Byggingin hafði verið skilin eftir þannig með pólitískum vilja svona rétt til að leggja áherslu á það að hér væri einungis um að ræða kjallara mikils menningarmannvirkis sem síðar ætti að rísa. Nokkuð sem var í fullkomnum samhljómi við stórhuginn sem einkenndi bæinn á þessum tíma.

En mér finnst þetta magnað þegar ég hugsa til baka í dag, að við höfum virkilega verið að skipuleggja þetta á þessum tíma og ég man sérstaklega vel eftir flóttatilrauninni sem misheppnaðist algjörlega. Það var nefnilega þannig að þegar merkið hafði verið gefið og flóttinn átti að hefjast snerist mér vitanlega fljótlega hugur strax þegar ég fór að sjá glitta í frelsið hinumegin við grindverkið en Jóhann lét engan bilbug á sér finna, sneri sér yfir grindverkið og hljóp á móti frelsinu. Flótti hans var þó fljótlega stöðvaur þegar ein fóstran sá hvað var á seyði og kallaði á eftir Jóhanni: “Jóhann minn”. Vitanlega sneri Jóhann við á punktinum af sinni alkunnu prúðmennsku og flóttanum var þar með aflýst. Sem var líklega eins gott fyrir alla hlutaðeigandi aðila.

Við bekkjarfélagarnir létum síðan sem unglingar gamla drauminn rætast og stóðum fyrir miklu dansleikjahaldi í félagsheimilinu. Dansleikirnir voru haldnir í nafni félagskaps okkar Bindindisfélag Þorlákshafnar. Það var líklega nafninu að þakka að félagskapurinn naut mikillar góðvildar lögreglu og sýslumans Árnessýslu en sem betur fer litu þeir aldrei við til að taka út bindindisdansleikina sem félagið stóð fyrir því þá hefði líklega komið annað hljóð í strokkinn. Dansleikirnir heppnuðust firnavel og fyrir ágóðann buðum við öllum sem vildu upp á ókeypis rútuferðir í Þjórsárdal sumarið eftir í boði Bindindisfélagsins. Og hver haldið þið að hafi verið prófkúruhafi reiknings félagsins í Landsbanka Þorlákshafnar, jú vitanlega engin annar en Jóhann Grétarsson sem að vanda sinnti félagsstarfi sínu af miklum metnaði og krafti.

Seinna sátum við á kaffihúsum skrifuðum uppp nýja heimsmynd af miklum krafti undir yfirskriftinni Logobase. Það er kannski dæmigert fyrir bjartsýnina sem við höfðum drukkið í okkur með móðurmjólkinni þarna í Þorlákshöfn. Þetta var byltingarkennd heimsmynd þar sem við höfðum komist að því að jörðin væri ekki hnöttur í alheiminum heldur flatur massi sem haldið væri uppi af kú sem Auðumla hét. Um þetta leyti vorum við Jóhann í Fjölbrautarskóla Suðurlands og orðnir heimspekingar miklir. Jóhann átti meira að segja svona úlpu, heimspekiúlpu með loðfóðruðum kraga sem hann klæddist öllum stundum sem gerði hann ennþá vitsmunalegri og mátti hann þó varla við meiru því hann hafði farið að klæðast bókmenntafræðilegum hornspangar-gleraugum reglulega um svipað leyti. Ég man um að Jóhann kíkti eitt sinn til mín í kaffi á þessum árum og sátum við að spjalli heilt kvöld um landsins gagn og nauðsynjar þar sem Jóhann tók niður punkta og var óvenju íbygginn á svip. Vissi ég svo ekki fyrr en skömmu síðar þegar birtist í Sunnlenska fréttablaðinu opnuviðtal við mig þar sem ég fór mikinn, fyrirsögnin var “Danstónlist er ekki tónlist frekar en klósettpappír bókmenntir”, undirfyrirsögnina man ég ekki alveg en hún var eitthvað á þessa leið “ segir Jónas Sigurðsson trommuleikarinn eldhressi sem hatar blokkflautuleikara og gengur um í appelsínugulum sokkum”. Þarna var á ferðinni nýr efnilegur blaðamaður Jóhann Grétarson að taka viðtal við þennan líflega karakter sem var svo vel máli farinn að vart mátti muna að ég talað ekki bara í bundnu máli með dróttkvæðahætti þarna á síðum Sunnlenska. Nokkuð sem ætti að koma fáum á óvart sem þekkja Jóhann og áhuga hans á greinargóðri, kjarnyrtri Íslenskri tungu.

Þetta kom mér í hug löngu síðar þegar ég heyrði af Jóhanni þar sem hann tók upp á því í miðri vísindaferð í Háskólanum í Reykjavík að hringja til eins af virðulegri kennurum háskólans og skora hann á hólm í línudansi. Í línudansi hvað annað. Fyrst þegar ég heyrði af þessu fannst mér undarlegur þessi skyndilegi áhugi Jóhanns á dansi en núna þegar ég lít til baka sé ég þetta í öðru ljósi og ég skil núna hvaða þessi þörf hefur sprottið hjá Jóhanni að sanna hæfileika sína á danssviðinu svo um munaði. Áskorunin fór þó aldrei fram enda var henni víst ekki tekið fagnandi af téðum Lektor háskólans.

Mér er það mikil gleði að standa hérna á þessum dýrðardegi. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi ef svo má að orði komast að ég og konan mín vorum ekki búsett undir sama þaki um það leyti sem Jóhann og Erla voru að draga sig saman. Þá var ég að undirbúa brottflutning til Danmerkur og hafði sent fjölskylduna á undan mér og fengið tímabundið aðsetur hjá Jóhanni. Þar hitti ég fljótlega Erlu og komst að því mér til mikillar ánægju að þar væri rómantík í uppsiglingu. Mér hafði nefnilega strax litist svo ofboðslega vel á hana Erlu því hún var alltaf svo glöð og kát, með fallegt bros, smitandi hlátur og lék við hvern sinn fingur. Það hefur líka sýnt að hún hefur reynst Jóhanni mikill happafengur. Ég efast líka ekki um að vinur minn og prúðmennið eigi eftir að standa sína plikt í alla staði. Megi gæfan fylgja ykkur um alla tíð kæru vinir.


Leikskólinn í Þorlákshöfn 1973


Fletta í efni
Page 7 of 10« First...56789...Last »

n a s a w e b | WP Powered using Earthling by Headsetoptions + MandarinMusing in partnership with Romow and Linkwith.us